Tölur eins og af annarri plánetu. Ofurþjóð og undirþjóð.

Tölurnar sem sjást í frétt af launum innan Giltnis Holdco eru eins og af annarri plánetu og eru enn eitt dæmið um sér hagkerfi ofurlaunafólks, sem engin bönd fá hamið. 

Innan hagkerfis okkar eru tvær þjóðir, annars vegar ofurþjóð, hin ósnertanlegu, og hin vegar undirþjóð. 

Ofurþjóðin tengist síðan stórum hluta þjóðarinnar, sem er um langt skeið búið að búa sér til hugtakið "sjálftökufólk". 


mbl.is Með 85-100 þúsund krónur á tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjandsamleg yfirtaka.

Fjandsamleg yfirtaka heitir það þegar andstæðingar einhvers félags skipuleggja atburðarás, þar sem smalað er saman nógu mörgum til að fara inn á samkomu sem hefur stefnuvald, svo sem aðalfundur og stjórnin borin yfirliði í krafti fjölda. 

Þekkt var það í aðdraganda Eyjabakkadeilunnar þegar andstæðingar stjórnar náttúruverndarfélagsins, sem barðist gegn Fljótsdalsvirkjun, fjölmenntu á aðalfund félagsins til að taka völdin. 

Ekki man síðuhafi hverjar urðu lyktir þeirra deilna, en hugtakið fjandsamleg yfirtaka komst inn í umræðuna. 

Húðlitur þarf ekki að vera aðalatriðið í kynþáttadeildum. 

Meðan nasistar höfðu ekki byrjað fyrir alvöru það ætlunarverk sitt að hreinsa Evrópu af Gyðingum, þótti svörtum keppendum á Ólympíuleikunum í Berlín það sérkennilegt, að þar fengu þeir í fyrsta skipti á ævinni að gista á sama hóteli og hinir hvítu keppendur og fara í bað með hvítum og svörtum. 

Og frægt var tilsvar Muhammads Ali þegar hann neitaði að gegna herþjónustu af trúarástæðum Múslimatrúar, sem fælist í því að hann, svartur maður, færi til Víetnam til að drepa gulan mann og gera það fyrir hvítan mann sem hefði rænt landi af rauðum manni með því að drepa hann. 


mbl.is Svartur nýnasistaleiðtogi á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar, tíu sinnum minni þjóð en Kýpverjar eru nú, gerðu þetta fyrir 72 árum!

Hlutur íslenskra frjálsíþróttamanna í því að bera hróður minnsta lýðveldis heims um víða veröld verður seint fullmetinn. Þetta gerðist á EM í Osló 1946 þegar Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í kúluvarpi. 

Hann varði síðan titilinn glæsilega 1950 þegar glæstasti íþróttaflokkur, sem Íslendingar hafa nokkrun tíma sent á stórmót gerði garðinn frægan á EM í Brussel. 

1946 voru Íslendingar rúmlega 120 þúsund, eða tíu sinnum færri en Kýpverjar eru núna. 


mbl.is Á spjöld sögunnar og rann á rassinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband