Beltin og axlaböndin hjá Gulla

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráherra sagði í þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann að ráðherra líkti fyrirvörunum við belti og axlabönd.  Með því viðurkenndi hann að ganga þyrfti þannig frá þessu máli að tryggilega væri búið um alla hnúta.

En svo kemur Friðrik Árni Friðriksson Hirst og segir að óvissa fylgi fyrirvörunum eins og þeir eru í tillögunni og Baudenbacher segir að stjórnmálaleg óvissa fylgi málinu.  Bent er á að hægt sé að fá bæði belti og axlabönd í gegnum sameiginlegu EES nefndina.  Og hvað gerist ef axlaböndin eru of löng og beltið svo trosnað að það slitnar?


Styrmir - Einar Þveræingur - Til hvers er sameiginlega nefndin?

Það var eftirminnilegt að hlusta á ræðu Styrmis Gunnarssonar á Austuvelli í gær. Lokaorð hans minntu á þau orð Einars Þveræings þegar Noregskonungur falaðist eftir eignarhaldi yfir Grímsey að enda þótt þessi Noregskonungur væri ágætis maður, vissi enginn hvernig eftirmenn hans yrðu. Styrmir á Austurvelli

Frá Grímsey er hægt að sigla herskpum og ef komandi Noregskonungur gerði slíkt hygg ég að mörgum búnandkarlinum myndi þykja þröngt fyrir dyrum.  Eitthvað á þessa leið mælti Einar Þveræingur. 

Hann  sá fyrir sér, að enda þótt Grímsey sýndist ekki stór hluti af Íslandi, væri með afsal á þeirri eyju verið að gefa voldugum konungi möguleika á að ráðskast með Íslendinga. 

Þetta minnir á þá lýsingu Baudenbeckers á Norðmönnum um þessar mundir, að þeir líti á Ísland og Lichtenstein sem lítilsvirð örsmá peð miðað við stóru þjóðina í EFTA sem er fimmtán sinnum stærri en örþjóðin Íslendingar. 

Og máttlitlum fyrirvörum Íslendinga fylgi stjórnmálaleg óvissa. 

Þrátt fyrir þau orð og orð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst í viðtali við mbl.is um að fyrirvörunum fylgi stjórnskipuleg óvissa, og að fyrirvararnir væru kannski máttmeiri í texta sameiginlegu EES nefndarinnar, virðist það vera eindreginn vilji hjá íslenskum ráðamönnum að nota vettvang þeirrar nefndar á algerlega löglegan hátt til þess að setja fram undanþágur og fyrirvara. '

Til hvers er þessi sameiginlega nefnd EES eiginlega?

Eingöngu stimpill á vilja Norðmanna og ESB undanfarin 25 ár og framvegis?

Að nota hvorki þennan vettvang 2017 eða nú er það sem sem Styrmir lýsir sem því að bregðast þjóð sinni. 

Og vísa málinu áfram til þings, sem á eftir að kjósa, rétt eins og gilti forðum daga um eftirmann Noregskonungs. 

 


mbl.is Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband