Afneitunin tekur á sig grátbroslega mynd.

Afneitun margra á loftslagsvandanum og ástandi lofthjúpsins virðist óhagganleg, á hverju sem gengur. CO2 í 600 milljón ár

Þannig hefur sama kortið af þróun mála í 600 milljón ár verið birt aftur og aftur, þótt línurnar í línuritinu séu svo þykkarg; önnur 300 þúsund ára þykk, og hin 200 þúsund ára þykk, að methraða vöxtur co2 síðustu áratugina getur ekki sést, heldur drukknar inni í hium breiðu línum. 

Þegar línuritið, þrátt fyrir stöðugar ábendingar um gagnsleysi þess, er sýnt einu sinni enn með sömu umælunum um lægsta magn co2 í 600 milljón ár, er hnykkt á þeim með því að sýna tvö línurit í viðbot, annað með hita og co2 í 800 þúsund ár á Suðurskautslandinu, en hitt með co2 og hita á jörðinni allri. CO2 í 8þús ár

En bæði ritin sýna það sama:  methraða co2 og hita upp á við síðustu áratugi, svo að línan kemst í methæð og orðin "now" sýna þessa methæð greinilega! 

Svo mikill er vaxtarhraðinn, að hann æðir upp úr myndinni! 

Ritin sýna nokkuð lægri topp á fyrrnendum gildum fyrir 150 þúsund árum, áður en menn komu til sögunnar, og þessi gildi hafa því ekkert gildi fyrir mannkyn, sem ekki var til á þeim tíma. 

Stundum má efast um hvort það eigi að vera að standa í því að fást við að andmæla svona málflutningi, en það virðist vera stór hópur fólks, sem trúir því sem er endurtekið nógu oft og staðfastlega. 


Bjartur dagur fyrir ensku knattspyrnuna.

Það er mikill sigur fyrir upprunaland nútíma knattspyrnu að það skuli verða tvö ensk knattspyrnulið sem leika til úrslita í meistarakeppni Evrópu. 

Enska knattspyrnan hefur gengið í gegnum súrt og sætt um dagana og var til dæmis niðurlægð í tveimur landsleikjum við Ungverja á sjötta áratug síðustu aldar þar sem þeir ensku biðu afhroð og voru meira að segja rassskelltir á heimavelli, með 6 mörkum gegn 3, þar sem sjöunda markið var dæmt af vegna meintrar rangstððu, sem var dæmd vegna þess að dómarinn áttaði sig ekki á hinu hraða spili Ungverja.

Tjallinn reis úr öskustó 1966 með því að hampa heimsmeistaratitli, þeim eina í sögu þeirra. 

Að vísu eru liðin í ensku deildinni með erlenda leikmenn innanborðs, en úrslitaleikurinn núna á milli þeirra styrkir þá sem halda því fram að enska deildin sé sú erfiðasta og sterkasta í heimi.  


mbl.is Grét og gat varla talað í leikslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað þetta hefur breyst lítið í 65 ár!

Ég man þá tíð þegar ég var rúmlega fermdur að gefnar voru út dægurlagaplötur þar sem vinsælar íslenskar söngkonur sungu dúetta með karlsöngvurnum. 

Litla samfélagið okkar logaði af kjaftasögum um þessi meintu "pör" enda, þótt það fjaraði undan sögunum þegar enda aldrei hægt að finna fót fyrir neinum af þessum gróusögum. 

Nú ber svo við að í afar naumt skömmtuðum viðtalstíma Julian Assange í bresku fangelsi fá tvær persónur úr vinahópi hans að tala við hann samtímis. 

Viðtalið tekur á Pamelu Anderson og af göngu hennar með hughreystandi Kristni eru dregnar hinar glannalegustu ályktanir, enda forn fegurðarfrægð Pamelu í þáttunum um fáklæddu strandverði enn í minnum höfð hjá mörgum. 

Já, það er eins og ekkert hafi breyst hér uppi á skerinu á þessu sviði síðan 1954. 
Hvílíkt dejavu!   


mbl.is Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gott og lofsvert framtak en hrekkur þó skammt.

Það eru afar góðar siðrænar fréttir að verið sé að þróa aðferð við Hellisheiðarvirkjun sem bindur koltvísýringinn, sem þar fer út í loftið. 

Þar með er ráðist að hluta til að rótum útblástursvandans, sem eftir sem áður fer vaxandi, vegna þess að aðalorsökin er vaxandi útblástur, byggður á óstöðvandi neyslufíkn og bruðli núlifandi jarðarbúa.

Tölurnar, sem nefndar eru, eru aðeins brot af vandanum. Útblástur meðalbíls sem knúinn er jarðefnaeldsneyti, er meira en tvö tonn á ári, en þau umræddu tíu þúsund tonn, sem nefnd eru í tengri frétt á mbl.is samsvara útblæstri fimm þúsund bíla. 

Í landinu eru hins vegar meira en 200 þúsund sem eru í landinu. 

"Á skal að ósi stemma" sagði Þór og átti við það, að árangursríkara sé að ráðast að upptökum vaxtar en afleiðingum hans, árangursríkara að ráðast að meginrótum vandans en afleiðingum hans.  

 


mbl.is Koltvísýringur orðinn að grjóti á 2 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Belti og axlabönd. "Stjórnskipuleg óvissa."

Utanríkisráðherra talaði um að sett væru bæði belti og axlabönd með fyrirvörum varðandi þriðja orkupakkann í upphafi rökræðna um það hvort Íslendingar myndu eiga á hættu að missa frá sér yfirráð yfir íslenskri orku með innleiðingu pakkans. 

Friðrik Árni Friðriksson Hirst sagði í viðtali við mbl.is að þrátt fyrir þessa yfirlýsingu fylgdi því frekar "stjórnskipuleg óvissa" hvort fyrirvarar Alþingis héldu eins og þeim væri fyrir komið í tillögunni sem liggur fyrir Alþingi. 

Síður væri hætta á slíkri óvissu ef ákvæði um fyrirvarana væri sett beint inn í textann varðandi Ísland fyrir atbeina sameiginlegu EES-nefndarinnar. 

EES-samnignurinn hefur fært okkur miklu fleiri gagnlegar réttarbætur og hagræði en flestir gera sér grein fyrir og sératök fyrirvaraákvæði fyrir atbeina sameiginlegu EES-nefndarinnar í texta pakkans sjálfs varðandi Ísland er því eðlilegur hluti af samstarfi um orkumál eins og annað samstarf á vettvangi EES. 

Þess vegna ætti það að vera sjálfsagt mál að ef menn meina á annað borð eitthvað með orðunum "belti og axlabönd" varðandi stöðu Íslands, þá séu slík belti og axlabönd með sem best hald.  


mbl.is Segja samstarf um orkumál nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband