Hitabylgjur úr austri og norðaustri boða ekki gott.

Síðustu ár hafa heitir vindar úr norðaustri orðið æ algengari hér á landi, í stað þess að sú vindátt beri með sér kulda. 

Nú skellur heitur loftmassi, þúsundir kílómetrar á hvern veg, senn úr austri á Grænlandi.  

Ísbráðnunin, sem af þessu leiðir, verður þá væntanlega fordæmalaus, en ef áður óþekkt magn af léttu og tæru leysingavatni flæðir yfir nyrsta hluta Golfstraumsins, svo að hann sökkvi sunnar en áður, verður hættan á óútreiknanlegum loftlagsbreytingum meiri en þekkst hefur áður. 

Þar á meðal sú niðurstaða, að það verði sérstakur kuldapollur við Ísland og kólnandi veðurfar á sama tíma og víðast á jörðinni verð methiti. 


mbl.is Óttast áhrif hitabylgju á Grænlandsjökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband