Ansi langsótt að Mini 20.aldar og Mini 21. aldar séu sami bíllinn.

Í hverjum bíl eru mörg þúsund einstakir hlutir. Ólíklegt er hins vegar að í Mini 20. aldarinar sé einn einasti hlutur sá sami og í Mini 21. aldarinnar. Nema að nafnspjaldið Mini sé eins á þeim báðum. Mini og Mini

Af Mini 1959 til 2000 voru framleidd um 5,5 milljón eintök og sá bíll hefur verið talinn næst mikilvægasti bíll sögunnar, næst á eftir Ford T. 

Mini 21. aldarinnar má miklu frekar skilgreina sem minnsta BMW bílinn heldur en bílinn, sem snillingurinn Alec Issogonis hannaði. 

En það er óhætt að hrósa framleiðendum nýja Mini fyrir það að þeir hafa náð lygilega langt í því að hanna bílinn með svipuðum aksturseiginleikum og hins gamla, þótt minnsta gerðin af þeim nýja sé tvöfalt þyngri en sá gamli, og stærstu gerðirnar af nýja Mini séu næstum tonni þyngri og 1,3 metrum lengri en sá gamli. 


mbl.is 10 milljónir Mini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur valda hreyflar vandræðum fyrir Boeing.

Þótt það sé hugbúnaðurinn á Boeing 737 Max vélunum sem veldur vandræðum fyrir framleiðandann, er undirrótin sú, að ný og mun hagkvæmari gerð hreyfla fyrir þessa stærð af þotum, var það mikið fyrirferðarmeiri en fyrri hreyflar, að færa þurfti þá framar og ofar á vængjunum, en það olli aftur svo miklum breytingum á flugeiginleikum þotunnar þotunnar, að útbúa þurfti sérstakan auka hugbúnað til að ráða við hana á öllum flugstigum, einkum eftir flugtak. 

Og enn og aftur valda nýir hreyflar vandræðum fyrir Boeing, nú fyrir miklu stærri þotu, Boeing 777-8 breiðþotu.  

Allt frá fyrsta flugi Wright bræðra hafa flugvélahreyflar ráðið ferðinni í framförum í vélflugi. 

Á tímabili voru þriggja hreyfla vélar eins og Junkers 52 og Ford Tri-motor vinsælar í byrjun farþegaflugs, og á síðari hluta 20. aldar voru Boeing 727, Douglas DC-10 og Lockheed Triatar vinsælar, enda gildu þá takmarkanir um flug tveggja hreyfla þotna yfir úthöfin. 

Með stærri og öruggari hreyflum ruddu stórar breiðþotur eins og Boeing 777 og Airbus A350 sér til rúms, enda mikill sparnaður fólginn í því að hafa hreyfla sem fæsta. 

Þess vegna koma vandræði með slíkar vélar sér afar illa núna samhliða 737 Max vandræðunum. 


mbl.is Boeing frestar framleiðslu á 777X-breiðþotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það munar um allt.

Umfang plastmengunar um alla jörðina, jafnvel á afskekktustu eyjum heims í miðju Kyrrahafi, er slíkt, að það hlýtur að vekja endurmat á notkun þess. 

Það er að vísu afar gagngert endurmat, því að það er óralöng þróunarleið að baki hinni alltumlykjandi plastnotkun, allt frá því er Walt Disney heillaði fólk með því að reisa lítið þorp, þar sem allt, bókstafalega allt, húsin, garðveggirnir, gangstígarnir og allir innanstokks munir voru úr því galdraefni sem móta myndi framtíðina. 

Svo alltumlykjandi er plast, að þegar sest er inn í flesta bíla, umlykur plast alla innanborðs og þekur svo gersamlega málminn, sem bíllinn er úr, að það sést ekkert í hann. 

Eins og það munaði miklu í raun um það litla plast, sem var upphafið að plastbyltingunni, getur munað miklu um jafn þunnan, léttan og smáan hlut og þunn plasthimna utan um bók er. 


mbl.is Hættir að selja bækur í plasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband