Það munar um allt.

Umfang plastmengunar um alla jörðina, jafnvel á afskekktustu eyjum heims í miðju Kyrrahafi, er slíkt, að það hlýtur að vekja endurmat á notkun þess. 

Það er að vísu afar gagngert endurmat, því að það er óralöng þróunarleið að baki hinni alltumlykjandi plastnotkun, allt frá því er Walt Disney heillaði fólk með því að reisa lítið þorp, þar sem allt, bókstafalega allt, húsin, garðveggirnir, gangstígarnir og allir innanstokks munir voru úr því galdraefni sem móta myndi framtíðina. 

Svo alltumlykjandi er plast, að þegar sest er inn í flesta bíla, umlykur plast alla innanborðs og þekur svo gersamlega málminn, sem bíllinn er úr, að það sést ekkert í hann. 

Eins og það munaði miklu í raun um það litla plast, sem var upphafið að plastbyltingunni, getur munað miklu um jafn þunnan, léttan og smáan hlut og þunn plasthimna utan um bók er. 


mbl.is Hættir að selja bækur í plasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband