Spánska veikin drap fleiri en Fyrri heimsstyrjöldin.

Nýjar og nýjar drepsóttir eru líkast til eilífur og óhjákvæmilegur fylgifiskur lífs á jörðinni. Læknavísindamennirnir heyja stanslaust stríð við sýkla, sem þróa með sér vaxandi sýklaónæmi, og síðan spretta líka upp nýjar og nýjar veirur. 

Hver jarðarbúi er með fleiri bakteríur utan á sér og inni í sér en nemur tölu allra frumanna í líkamanum. Án margra af þessum bakteríum gætum við, þrátt fyrir allt, varla lifað.  

Spánska veikin 1918 drap fleiri samtals en nam þeim, sem fórust í Fyrri heimsstyrjöldinni. 

Að vísu eru sóttvarnir og lyf á miklu hærra stigi núna en fyrir öld, en samt vofir ekki aðeins yfir ógn af völdum enn einnar nýrrar veiru, heldur einnig sá möguleiki, að hún kunni að stökkbreytast og verða enn skæðari en hún er nú.  


mbl.is Meta á morgun hvort lýsa eigi yfir neyðarástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór eldvirk svæði fara mikinn með nokkurra alda millibili.

Á nokkurra alda millibili verða einhver stærstu hamfaraeldgos heims á svæðinu milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls.  Stærsta hraungos á sögulegum tíma í heiminum var Eldgjárgosið 934 og annað stórgos var á Veiðivatnasvæðinu. 

Aftur varð stór eldgosahrina í kringum 1480, Skaftáreldar komu 1783, og nú kann því að styttast í næstu stórgos á þessu svæði. 

Við upphaf Skaftárelda varð neðansjávargos undan Reykjanesi og hermt að upp hefði komið eyja, svipuð Syrtlingi við Surtsey 1963, sem hvarf aftur í sæ. 

Á norðausturenda eldvirka beltisins, sem gengur í gegnum Ísland frá Reykjanetá til Öxarfjarðar, voru Mývatnseldar á fyrri hluta 18. aldar, og tveimur öldum síðar komu hrinur Kröfluelda með níu eldgosum 1975-85 eins og rakið er í pistli á undan þessum. 

Í upphafi Kröfluelda kom mikil og löng jarðskjálftahrina í Kelduhverfi fyrri hluta árs 1976 með einn stóran skjálfta við Kópasker, sem olli talsverðum skemmdum á mannvirkjum.  Landssig varð í Kelduhverfi og myndaðist nýtt vatn í sveitinni auk fjölda gjáa, sem hlaut heitið Skjálftavatn. En ekkert gos varð svona norðarlega í þessum umbrotum. 

Vitað er að síðasta stóra hrina eldgosa á Reykjanesskaga varð á 13. öld og lauk 1280.  

Hugsanlega er að hefjast margra ára langt umbrotatímabil á skaganum, eða eins og það er stundum orðað:  Það er að koma tími á svæðið. Að minnsta kosti er réttara að vera á varðbergi.  

Það þarf ekki að þýða umsvifalaust eldgos. Fyrsti íbúafundurinn vegna óvissuástands varðandi Eyjafjallajökul var haldinn ellefu árum áður en "tími var kominn á fjallið" og tvö gos urðu þar með örstuttu millibli árið 2010.  

Eyjafjallajökull hafði þar áður síðast gosið 1835 og verður líklega rólegur næstu tvær aldir eða svo. 

Öræfajökull gaus 1262 og 1727 og var með óróa í fyrra og hitteðfyrra eftir 280 ára kyrrstöðutímabil.  Alls óvíst er hvort hann sé að minna á það að það sé að koma tími á hann, en ráðlegt að vera á varðbergi, rétt eins og við Grindavík núna. 

En sé í aðsigi gosatímabil á Reykjanesskaga er kannski ráðlegt að skoða vel fyrirætlanir um mannvirkjagerð á hraunbreiðum í næsta nágrenni eldstöðva, sem gosið hafa í fyrri hrinum eftir ísöld. 

Frá fyrirhuguðu flugvallarstæði við Hvassahraun eru til dæmis ekki nema sjö kílómetrar til næstu eldstöðvar, Óbrynnishóla, sem var í hópi þeirra eldstöðva á því svæði, sem sent hafa hraunflóð niur til sjávar allt frá Vallahverfinu og Straumsvík og suður úr. 

Sú staðreynd setur þá fyrirætlan að leggja niður þann alþjóðlega flugvöll við Faxaflóa, sem þó er ekki á eldvirka svæðinu í dálítið sérkennlegt ljós. 

 


mbl.is Jarðskjálfti upp á 3,5 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband