Mikilvægar upplýsingar Faucis sóttvarnalæknis.

Í mjög athyglisverðu viðtali við doktor Fauci sóttvarnalækni Bandaríkjanna í 60 mínútum í dag kom fram, að þegar fyrir 20 árum spáði hann á grundvelli þekkingar sinnar og starfa, að það væri ekki spurningin um hvort, heldur hvenær ný og skæð tegund kórónaveiru kæmi fram og gæti orðið að stórum heimsfaraldri. 

Síðan þá hefði hann helgað allt sitt starf til þess að gera vísindasamfélagið betur í stakk búið til að taka á við slíka ógn. 

Einnig kom fram að í alþjóðlegri samvinnu hefðu smitsjúkdómavisindamenn reynt að rekja með flóknum rannsóknum hvar og hvernig í litrófi hins óhemju flókna veirusamfélags hin nýja veira gæti komið fram. 

Í ljós kom þegar í janúar hvar hún væri, var það gert opinbert, þegar  faraldurinn var kominn af stað. 

Þessar upplýsingar sýna að ástæðan fyrir því hve miklu hraðar gengur nú en í sambærilegum tilfellum fyrrum að framleiða nothæft bóluefni. 

En ef þessi mikla samvinna á alþjóðavísu, þar á meðal með þátttöku kínvarskra vísindamanna, hefur borið þennan ávöxt,er grátlegt að forseti Baandríkjanna skyldi stagaast á því að þessir menn hefðu búið veiruna til á kínverskri tilraunastofu til þess eins að koma í veg fyrir endurkjör sitt. 

Og kórónaði þetta með því að fullvissa gegn betri vitund langt fram eftir febrúar, að það væri engin hætta á ferð. 

Komið hefur fram, að á allt fram í mars voru andlitsgrímur af svo skornum skammti hjá bandarísku spítölunum, að reynt var að hamla gegn almennri notkun þeirra þar til búið var að finna út með tilraunum hvort einfaldari grímur nægðu fyrir almenning. 

Þótt þetta tækist hafa Trump og fylgismenn hans haldið uppi áberandi andróðri gegn grímunotkun.  

Síðar í þættinum var lýst einu af mörgum dæmum um það hvernig þessi orð Trumps slævðu "stórkostlegustu þjóð heims" eins og forsetinn hefur kallað þjóð sína, og var magnað að sjá hvernig þetta varð til þess að veiran barst eins og eldur í sinu um Bandaríkin. 


mbl.is Mjög miklar áhyggjur af stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmis athyglisverð áhrif farsóttarinnar.

Heimsfaraldur í á borð við COVID-19 er einsdæmi á okkar tímum og hefur þegar haft þau áhrif á mörg svið þjóðlífsins að eftirtekarvert er. 

Sem dæmi má nefna áhrifin á meðferð annarra sjúkdóma sem geta verið umtalsverð ef farsóttin tekur upp svo stóran hluta heilbrigðisstarfseminnar að aðrir hlutar, jafnvel brýnar skurðaðgerðir, líða fyrir það. 

Sömuleiðis virðist almenn sóttvarnarviðleitni bera árangur gegn svipuðum smitunum annarra sjúkdóma og fækka þar með dauðsföllum hjá fólki með svonefnda undirliggjandi sjúkdóma. 

Pallrólegar helgar skyldudjamms gætu verið afleiðingar hins nýja ástands. 


mbl.is Ótrúlega róleg nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband