Myndin varðandi orsök og afleiðingar skýrist.

Eftir rúmlega átta mánaða reynslu af sóttvarnarráðstöfunum virðist myndin af orsökum og afleiðingum vera að skýrast í því efni, en í upphafi var hún ekki svona skýr, vegna þess að það líður tími frá milduðum eða hertum aðgerðum þar til afleiðingarnar koma í ljós.

Eftir því sem sóttvarnarlögum er breytt kemur árangur þeirra í ljós til fulls nokkrum vikum seinna. 

Það leiðir líkur að því að það hafi ekki verið að ástæðulausu sem seinni bylgjur faraldursins skullu á í kjölfar þess að slakað var verulega á aðgerðum í vor og í sumar í því skyni að liðka fyrir ferðalögum bæði til landsins og ekki síður innanlands. 

Nú er svo að sjá sem hinar hörðu aðgerðir síðstu tvo mánuði beri þann ávöxt að Ísland er ekki lengur eldrautt hvað varðar veikina, gagnstætt því sem er á nánast öllu meginlandinu. 

En þessi eldrauði litur meginlandsins sýnir líka hve háð ferðaþjónustan er því atriði, að millilandaferðalög eru ekki einkamál hvers einstaks lands ef hatrömm og víðtæk sýkingarhætta er í gangi. 

Til þess að samgöngur séu greiðar milli tveggja landa ræður ástandið í þeim báðum miklu; ekki bara í öðru þeirra. 


mbl.is Ísland ekki lengur rautt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband