Furðufréttir að vestan.

Furðufréttir berast nú vestan frá Ameríku dag hvern. 

Í dag er það sú frétt að mokað hafi verið svo mörgum atkvæðaseðlum inn í talninguna, að þeir sem kusu hafi verið fleiri en kosningabærir kjósendur.  

Síðan er önnur frétt um skaðabætur í Nigeríu vegna nýja bóluefnisins vegna aukaverkana. 

Síðustu ár hefur verið stríður straumur alls konar óstaðfestra frétta og tilgátna til þess að rýra allt traust á vísindamönnum og fjölmiðlum. 

Það er raunar sígild tilhneiging hjá valdafíknum öflum, sem ná meðal annars völdum út á það að koma málum svo fyrir að nógu margir segi: Það er ekkert að marka neitt, hvorki niðurstöður vísindamanna né það sem er í fjðlmiðlum. 


mbl.is Ekki reiðubúin að deila bóluefni til New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaus tregða gegn línum í jörð.

Um háspennulínur hér á landi hefur lengi gilt fádæma tregða gegn því að leggja þær í jörð í stað þess að þær skuli endilega valda sem mestri sjónröskun og vera sem tröllslegastar. 

Þessi tregða hefur gilt vegna línulagna á Reykjanesskaga til dæmis með tregðu gegn því að fara í jörð meðfram Reykjanesbraut en hanga þess í stað sem fastast á því að risalína eða línur fylgi erlendu ferðafólki sem dyggilegast frá byrjun til enda ferðalags. 

Í álitskönnunum hjá erlendu ferðafólki varðandi svona stóriðjulínur hefur komið fram, að langflestir töldu líurnar skemma mest fyrir sér þá upplifun af ósnortinni og einstæðri náttúru sem sé aðalsmerki lands og þjóðar. 

Þegar reynt var að troða risalínu milli Blöndu og Kröflu ofan í alla sem eiga leið um þjóðveg númer eitt var höfð uppi sú mótbára að línur í jörðu væru svo margfalt dýrari en loftlínur, að það yrði að leggja þessa línu meira að segja þannig eftir Oxnadal að hún skerti sem mest umhverfi og fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. 

Vitnað var í rándýra könnun Landsnets á þessu, en fulltrúum landeigenda neitað um að fá aðgang að henni. 

Þegar þeim tókst síðan að knýja fram heimild til að kynna sér skýrsluna, kom það svar, að hún hefði týnst!


mbl.is Ein Lyklafellslína í stað tveggja öflugri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átakanleg viðtöl við Trump.

Þrjú sjónvarpsviðtöl við Donald Trump í kosningabaráttunni voru átakanleg hvað hann varðaði og með því að kíkja á þau á netinu má glögglega heyra og sjá hvers vegna margir voru sammála um það eftir á að þau hefðu verið verstu viðtöl við forseta í bandarískri sögu. 

Meðal þess sem hann virtist ekki skilja í þessum viðtölum var að póstkosningar hefðu verið við lýði í 160 ár í Bandaríkjunum, heldur fullyrti hann að þetta væri eitthvað alveg nýtt. 

Hann staðhæfði að mörgum milljónum kosningaseðla hefði verið dreift, já mokað út um öll Bandaríkin án þess að gefa upp neinar sannanir fyrir þessum gríðarlegu stóryrðum. 

Og á þessu hefur hann hangið eins og hundur á roði síðan og ítrekað fávisku sína um atkvæði greidd án þess að kjósandi fari á kjörstað. 

Fylgismenn hans elta hann staðfastlega um þetta mál og fullyrða hástöfum um að þetta sé mesta hreyksli samanlagðrar sögu, hvorki meira né minna. 

Sömuleiðis var forsetanum fyrirmunað að skilja það hvernig staða ríkjanna er metin varðandi stöðuna í heimsfaraldrinum með því að líta á hlutfallið á milli dauðsfalla af völdum veirunnar og fólksfjölda viðkomandi ríkis. 


mbl.is Sagði tímann leiða úrslitin í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband