Er ekki tíminn of naumur fram að jólum?

Nú er aðeins mánuður til jóla og í ljósi fyrri reynslu um lengdina á lægðum og bylgjum í kófinu hlýtur að þurfa að miða við það, hvort hægt sé að stilla málum þannig til að hugsanleg fjórða bylgja bresti ekki á á versta tíma.   

Þá hlýtur að koma til athugunar að reyna að halda pestinni í skefjum nógu lengi til að allt fari ekki á versta veg. 

Það er athugunarefni að finna út, hversu mikið það hefur áhrif á fjöldann, sem vill fara bara í sóttkví, að það er auðveldara að reyna að koma sér undan öllu með henni einni heldur en með skimunum. 


mbl.is Vill engar afléttingar fram að jólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþjónusta að mörgu leyti á byrjunarreit.

Þegar litið er til baka má segja að Eyjafjallajökulsgosið 2010 hafi komið íslenskri ferðaþjónustu á byrjunarreit og tekið völdin í því efni að lokka ferðafólk til landsins. 

Grímsvatnagosið 2011 fullkomnaði síðan langsamlega mestu kynningu og auglýsingu sem land og þjóð höfðu fengið í sögu sinni. 

Við hrun ferðaþjónustunnar 2020 og besta tímann á árinu 2021 er þessi atvinnuvegur, sem skóp öllu ððru fremur tekjur á árunum 2012 til 2019 að vissu leyti komin á ákveðinn byrjunarreit. 

Það verður erfitt að átta sig á þvi hvað sé best að taka til bragðs. 

Einu má þó ekki gleyma. Einstæð og ósnortin íslensk náttúra er hér áfram, þótt heimsfaraldur hafi tekið völdin í bili. 


mbl.is Heitustu og sjálfbærustu staðirnir 2021
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband