Víðir víkkar út hugsunina á bak við 2ja metra bannhelgi: "Frelsi frá ótta við smit."

Víðir Reynisson víkkaði í dag út hugsun sína á bak við fyrri orð um 2ja metra bannhelgi. 

Hann rökstuddi þann möguleika, að þegar þessi afdráttarlausa regla verði vonandi aflögð, sitji eftir frelsi fólks, til að áskilja sér þessa reglu hvað varðar fólk, sem nálgast það. 

Þetta er hliðstætt því, sem var á bak við reykingabann á opinberum stöðum og innandyra eftir að sannað var, að óbeinar reykingar gætu haft sömu áhrif á bindindisfólk eins og beinar reykingar hefðu á reykingafólk.  

Reykingabannið var skilgreint sem hluti af frelsi bindindisfólksins til að fá að anda að sér hreinu lofti í stað þess að vera háð því að vera í reyklofti reykingafólks. 

Í fjórfrelsi Roosevelts Bandaríkjaforseta, sem hann setti fram í frægri ræðu í bandaríska þinginu 6. janúar 1942, eftir að Bandaríkjamenn fóru í stríð við Japani 1941, voru tvær af fjórum tegundum frelsis með upphafsorðin "frelsi frá..." en hin fyrstu tvö með upphafsorðunum "frelsi til..." 

Frelsin fjögur voru:  

1. Frelsi til skoðana, máls og tjáningar. 

2. Frelsi til trúar og tilbeiðslu.

3. Frelsi frá skorti. 

4. Frelsi frá ótta. 

 

2ja metra bannið getur fallið undir síðarstnefnda frelsið, því að það má skilgreina sem "frelsi frá smiti" en einnig sem "frelsi frá ótta við smit." 


mbl.is Everton í áfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það, sem allt snýst um: Tveir metrarnir og sprittunin.

Tveggja metra "mannhelgin" eins og Víðir kallaði hana svo réttilega, samanber orðið landhelgi, er nokkurn veginn, ásamt sprittuninni meginatriði alls þjóðlífsins um þessar mundir. 

Það eru þessir lífsnauðsynlegu tveir metrar sem hafa stöðvað hálft atvinnulífið og skapað djúpa kreppu, en voru óhjákvæmileg regla, eins og óvæntar hópsýkingar hafa bent til auk þess árangurs að koma í veg fyrir hrun heilbrigðiskerfisins og mikið mannfall. 

Á myndum af útilífinu á hinum góða degi í gær mátti sjá, að eftirsóknarlegt frelsi í blíðviðrinu skóp margfalt brot á tveggja metra reglunni þar sem samt hefði verið átt að vera tiltölulega auðvelt með góðum vilja, að fara eftir henni. 

Þetta var slæmt að því leyti, að það er hastarlegt fyrir burðarfyrirtæki á borð við Icelandair, svo að nærtækt dæmi sé tekið, að ekki sé talað um ferðaþjónustuna eins og hún leggur sig; áður með veltu upp á hundruð milljarða og störf í tugþúsundatali; -  að þurfa að sæta afleiðingum hinnar hörðu tveggja metra reglu á sama tíma og sjá má í sjónvarpi fjöldabrot á henni við aðstæður, sem ekki þurfa að koma í veg fyrir að hún sé virt. 

Fram að þessu hefur þjóðin í meginatriðum sýnt samvinnu og samstöðu, og þrátt fyrir vangaveltur um tilslakanir framundan, er mikilsvert að viðhalda sem mestri einingu um það sem gert er. 


mbl.is „Óþarfi að kóróna það með svona aðgerðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband