Þetta er langhlaup og það má aldrei slaka of mikið á.

Um allan heim má sjá, að fólk er að gefa eftir í vörnum gegn COVID-19. Það er skiljanlegt og mannlegt, en með slíku er verið að bjóða hættunni heim á ný, og hugsanlega í enn meiri mæli en gert var víða á útmánuðum. 

Kæruleysis eftirgjafir hafa hingað til verið helstu útbreiðsluvaldar veirunnar og verða það áfram, ef ekki er reynt að læra af óförunum. 

Ef framundan er lengsta og dýpsta efnahagskreppa 75 ár verður það augljóslega langhlaup, sem þreyta þarf gegn henni. 

Í slíku hlaupi verður að forðast að setjast bara niður og slaka á og leggja sig. Við það lengist bara langhlaupið og verður miklu erfiðara en það þurfti að verða.  


mbl.is Heimurinn á „nýju og hættulegu stigi“ faraldursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraði snigilsins; 22 ár frá umhverfisverðlaunum Ólafs Arnalds.

Hraði snigilsins hefur svifið yfir vötnunum varðandi ástand jarðvegs og gróðurs á Íslandi. 

Þegar fagnað var 1100 ára afmæli landnáms Íslands með sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 1974, virtist vera að rofa eitthvað til í þessum alvarlegu málum. 

Alþingi samþykkti myndarlegt afmælisframlag til landgræðslumála, svonefnda þjóðargjöf og landsgræðslustarfið var stóraukið. 

En Adam var ekki lengi í paradís, ekki einu sinni allt afmælisárið, því að verðbólgan fór í meira en 25 prósent á því sama ári, og níu árum seinna komst hún í yfir 100 prósent!

Þjóðargjöfin var því étin upp á innan við áratug. 

1998 kviknaði vonarljós. Ólafur Arnalds fékk Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir stórvirki sem var kennt við jarðveg og gróður á Íslandi. Eini íslenski einstaklingurinn, sem hefur fengið þessi verðlaun. 

En ekkert var í raun gert með þetta mikilvæga verk Ólafs og samstarfsfólks hans. Nokkrum árum seinna létu Sameinuðu þjóðirnar gera ítarlega úttekt á ástandi jarðvegs og gróðurs á jörðinni, og hefði framlag Íslands getað orðið gott og virðingarvert á grundvelli tímamótaverks Ólafs. 

En þegar á hólminn var komið skilaði Ísland auðu, og voru á báti með Ukrainu og fleiri fyrrverandi kommúnistaríkjum austantjald með þvi´að skila af sér tveimur bókstöfum: N/A! 

Nú er enn einu sinni lagt af stað með verk, sem gæti markað tímamót í því hörmulega ferli á hraða snigilsins, sem þessi mál hafa í raun verið þrátt fyrir viðleitni og vinnu landgræðslu- og náttúruverndarfólks í áratugi. 

Sem betur fer má skynja batnandi skilning og traust á milli landgræðslunnar og bænda í ljósi þess að ýta sniglinumm nú af stað á grundvelli vísindalegra gagna. 

En það má samt ekki gleymast, hve merkilegt afrek Ólafur Arnalds vann árið 1998.   


mbl.is 39% beitarlands á svæði sem telst vera í lélegu ástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áratuga risafaraldur "undirliggjandi" aðalorsök dauðsfalla COVID-19.

Í sjónvarpsþáttum hins bandaríska Bill Mahers hafa sérfræðingar í læknavísindum lýst því glögglega hvernig allt framleiðsluferli matvæla í heiminum í 100 ár og þó einkum síðustu áragi hefur verið keyrt í botn við framleiðslu á kjötvörum og kolvetnisríkri fæðu undir því yfirskini að það sé nauðsynslegt til þess að koma í veg fyrir hungur og vannæringu. 

 

Stórfelldur stuðningur vestrænna ríkja við nauðgriparækt og tilsvarandi ofneyslu á kjötvörum og kolvetnismettaðri fæðu hefur hins vegar orðið til að skapa lang stærsta heilsufarsvanda nútímans, sem kostar hundruð milljarða fólks heilsutjón og ótímabæran dauðdaga. 

Þar gnæfa hæst sykursýki og fjölmargir sjúkdómar og heilsutjón af völdum offitu, að ekki sé minnst á margföldun kostnaðar og útgjalda vegna læknisþjónustu, lyfjaframleiðslu og örorku. 

Í þáttunum hefur komið fram að ríkisstjórnir og stjórnmálamenn vestra hafi gersamlega vanrækt þessi mál og bætt olíu á eld með stuðningi við þessa lífshætti í smáu og stóru, meðal annars stuðningi við þær tegundir landbúnaðar, sem helst standi á bak við þennan langstærsta og viðvarandi drepsóttarfaraldur nútímans. 

Stærsta framlagið til að verjast drepsóttum á borð við COVID-19 sé að bæta grundvallar heilsu og þrek fólksins. 

Ríkisstjórn Trumps sé því miður ekki líkleg til að brjóta neitt í blað hvað þetta varðar. 

Þvert á móti sækir forsetinn fylgi sitt af kappi til stórframleiðendanna í landbúnaðinum sem beinlínis framleiði það sem er kallandi "undirliggjandi" orsök dauðsfallanna vegna COVID-19. 

Það sé tímanna tákn ef satt sé, að forsetinn hafi meira að segja leitað hófanna hjá Kínverjum til að lækka tölla á bandarískum landbúnaðarvörum í Kína til að hjálpa til við endurkjör í haust. 

 


Bloggfærslur 19. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband