Hraði snigilsins; 22 ár frá umhverfisverðlaunum Ólafs Arnalds.

Hraði snigilsins hefur svifið yfir vötnunum varðandi ástand jarðvegs og gróðurs á Íslandi. 

Þegar fagnað var 1100 ára afmæli landnáms Íslands með sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 1974, virtist vera að rofa eitthvað til í þessum alvarlegu málum. 

Alþingi samþykkti myndarlegt afmælisframlag til landgræðslumála, svonefnda þjóðargjöf og landsgræðslustarfið var stóraukið. 

En Adam var ekki lengi í paradís, ekki einu sinni allt afmælisárið, því að verðbólgan fór í meira en 25 prósent á því sama ári, og níu árum seinna komst hún í yfir 100 prósent!

Þjóðargjöfin var því étin upp á innan við áratug. 

1998 kviknaði vonarljós. Ólafur Arnalds fékk Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir stórvirki sem var kennt við jarðveg og gróður á Íslandi. Eini íslenski einstaklingurinn, sem hefur fengið þessi verðlaun. 

En ekkert var í raun gert með þetta mikilvæga verk Ólafs og samstarfsfólks hans. Nokkrum árum seinna létu Sameinuðu þjóðirnar gera ítarlega úttekt á ástandi jarðvegs og gróðurs á jörðinni, og hefði framlag Íslands getað orðið gott og virðingarvert á grundvelli tímamótaverks Ólafs. 

En þegar á hólminn var komið skilaði Ísland auðu, og voru á báti með Ukrainu og fleiri fyrrverandi kommúnistaríkjum austantjald með þvi´að skila af sér tveimur bókstöfum: N/A! 

Nú er enn einu sinni lagt af stað með verk, sem gæti markað tímamót í því hörmulega ferli á hraða snigilsins, sem þessi mál hafa í raun verið þrátt fyrir viðleitni og vinnu landgræðslu- og náttúruverndarfólks í áratugi. 

Sem betur fer má skynja batnandi skilning og traust á milli landgræðslunnar og bænda í ljósi þess að ýta sniglinumm nú af stað á grundvelli vísindalegra gagna. 

En það má samt ekki gleymast, hve merkilegt afrek Ólafur Arnalds vann árið 1998.   


mbl.is 39% beitarlands á svæði sem telst vera í lélegu ástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband