Oft hefur verið kosið síðar en í september.

Nokkrum sinnum á fullveldistímanum hefur verið kosið seinna á hausti en í september. Má nefna kosningarnar í október 1942, 1946, 1949, 1959, desember 1979, nóvember 2016 og 2017. 

Ekki tókst að mynda þingræðisstjórn 1942, en það stafaði ekki af því, hvenær kosningarnar fóru fram, heldur vegna trúnaðarbrests milli formanna tveggja stærstu flokkanna, sem varð, alveg óháð þessum kosningatíma. 

Eftir allar hinar sex kosningarnar tókst að mynda ríkisstjórn. 

Kosningarnar í desember 1979 tókust vel, þótt þær væru í dimmmasta vetrarmánuðinum, og þrátt fyrir ótta margra um að óráð væri að kjósa á þeim tíma.  


mbl.is Kosið 25. september 2021
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áföll geta oft leitt til umbóta.

Það hefur verið sagt að mestu meistararnir á ýmsum sviðum verði það ekki eingöngu vegna hæfileika eða þess sem þeir búa yfir beint, heldur skilji það á milli feigs og ófeigs hvernig þeir vinni úr áföllum og ósigrum.  

Þetta gildir víðar en um einstaklinga, allt til þess að heilu þjóðirnar læri af mistökum og andstreymi.  

Ferðaþjónustan var augljóslega komin út á vafasama braut síðustu árin áður en COVID-19 setti allt á hvolf. Eins konar gullgrafaraæði og offjárfestingar höfðu gripið um sig og æðibunugangur farinn að vinna gegn farsælli framvindu. 

Það hefur verið sagt að góðir hlutir gerist hægt, og það gæti vel átt við endurskoðaða stefnu í málefnum ferðaþjónustunnar. 

 


mbl.is Stór sameining í ferðaþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umbætur við umferðarstýringu í snjallformi fagnaðarefni.

Nýjasta tölvutækni býður upp á heillandi möguleika til þess að stýra umferð á "snjallan" hátt þannig að umferðarmannvirkin verði mun afkastameiri og skilvirkari en nú er. 

Möguleikarnir liggja í öllu samgöngukerfinu, en eru fyrst nú að öðlast viðurkenningu, og þótt fyrr hafi verið. 

Í þessu felst ekki aðeins hagræði, heldur mikill sparnaður, em er því miður dulinn í hagtölum borgarinnar, þannig að þar er alltaf freisting að mikla fyrir sér þá peninga sem lagðir eru í umbætur. 


mbl.is Kynna nýja tegund gangbrauta til leiks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband