Sparakstursrall á rafbílum kallar á allt öðruvisi rall en HM í ralli.

Það er gott og gaman þegar Íslendingum gengur vel í bílaíþróttum erlendis og ástæða er að óska þeim til hamingju með það. 

Á okkar tímum, tímum umhverfismála, nýtni og sparneytni, skipar keppni í sparakstri vaxandi mikilvægi og athygli sem betur fer, og er það vel. 

En helst þyrfti að forðast það að gefa til kynna að e-rally sé sams konar og það rall, sem keppt er í í HM í rallaksri. 

Heitið Consumption Cup er fyrst og fremst sparakstur, því að orðið consumption þýðir eyðsla á íslensku og hvað bíla varðar þýðir orðið eldnsneytiseyðsla á bílum, sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, en sameiginlegt heiti fyrir alla bíla gæti verið orkueyðsla. 

Fyrstu sparaksturskeppnirnar hér á landi byggðust á því að eyða sem minnstri orku á tiltekinni vegalengd, og var hægt að ná ansi langt á dropanum ef engin hraðatakmörk voru sett. 

Síðasta sparaksturskeppni FÍB fór fram í ágúst 2016 og var reynt að líkja eftir venjulegum þjóðvegaakstri á leiðinni Reykjavík-Akureyri.

Þar voru settar þær reglur, að ekki væri eytt meiri tíma í aksturinn en sex klukkustundum, og gert að skyldu að stoppa í hálftíma miðja vegu, á Gauksmýri, Sem sagt: Akstur í 5 klst 30 mín og stans í 30 mín. 

Ef of löngum tíma var eytt, var gerð refsing fyrir það, þannig að það borgaði sig ekki að fara óeðlilega hægt. 

Bíllinn, sem eyddi minnstu, eyddi 4,03 lítrum á hverja hundrað kílómetra. 

Af því að vélhjól voru ekki hlutgeng í þessum sparakstri tók síðuhafi óbeinan þátt í honum með því að fara á léttbifhjóli af gerðinni Honda PCX 125 cc sömu leið á 5 klukkustundum og 30 mínútum brúttó, og var eyðslan 2,5 lítrar á hundrað kílómetra. 

Síðuhafi keppti á sínum tíma hérlendis og erlendis bæði i rallakstri í þeim hluta HM, sem fór fram i Svíþjóð 1981 og í alþjóðlegri sparaksturskeppni í Yveskila í Finnlandi. 

Þetta voru gerólíkar keppnir, eins og útlit og eiginleikar keppnisbílanna báru gott vitni um, báðar fóru að vísu fram á sérleiðum og ferjuleiðum, en grunnatriðin í því sem keppt var að, voru svo ólík, að engum datt þá í hug að nota heitið rall um sparaksturinn, enda ólík heimssambönd, sem að þeim stóðu. 

Við heimsmeistarakeppnina ERRC Consumption Cup er stigagjöf fyrir atriði sem byggjast á hraða blandað saman við sparaksturinn, en aðferðin varðandi aðstæður og keppnisleiðir gerir það að verkum, að keppnin HM í ralli er allt annars eðlis en HM í rafralli. 

Ekki þarf annað en að skoða smíði og styrkingar rallbílanna til þess að sjá, hve krafan um hámarkshraða í vondum vegum vegur þungt í rallaksturskeppni. 


mbl.is Unnu rafbílarallið á Opel Corsa-e
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjátíu ára harmkvælasaga.

Það eru komnir um þrir áratugir síðan farið var að ræða um Sundabraut sem stórkostlega samgöngubót á ótal vegu, sjö kílómetra styttingu þjóðleiðarinnar frá Kjalarnesi til syðri hluta höfuðborgarsvæðisins og þar með í raun styttingu leiðarinnar frá Vesturlandi og Norðurlandi til Suðurnesja.

Og þar að auki mikil samgöngubót á milli hverfa í Reykjavík og einnig milli einstakra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar grannt það er grannt skoðað, hvernig brautin virkar í því heildarkerfi, sem flest í veganetinu á þessu svæði.  

Í 30 ár hefur í raun ekki nokkur skapaður hlutur gerst, hefur hefur þvert á móti verið þrengt að þeim möguleikum, sem gefst við að útfæra þessa góðu hugmynd.  


mbl.is Ámælisvert að Sundabraut skuli ekki hafa verið byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg breyting hjá forseta miðað við fyrri yfirlýsingar hans.

Engum hefði átt að koma á óvart að Bandaríkjaforseti gripi tækifærið og breytti tilmælum helsta sóttvarnasérfræðings landsins. 

Þessi sami forseti lýsti því yfir í upphafi ferils síns á valdastóli að brýn þörf væri á því að reka alla þá úr störfum í vísindasamfélaginu, sem kæmust vísvitandi að röngum niðurstöðum, fölsuðu mælingar og héldu fram niðurstöðum og falsfréttum, sem samræmdust ekki skoðunum forsetans. 

Í staðinn þyrfi að ráða "alvöru" vísindamenn, sem kæmust að "réttum",  les: þóknanlegum niðurstöðum. 

Forseetinn hefur að vísu hikað við að reka Fauci þótt hann hafi ekki komist að "réttum" niðurstöðum, en notar í staðinn hvert tækifæri sem gefst til að setja ofan í við hann eða nýta sér fjarveru hans ef svo ber undir.  

Dánartíðnin í Bandaríkjunum samsvarar því að miðað við fólksfjölda væru 150 manns dánir úr COVID-19 hér á landi í stað 10. 

Hún er minnst 15 sinnum hærri en hér, og engin leið er að kenna fjölda smitana um svo háu tölu, sem þar að auki er talin vantalin að hluta. 

En það er þó alltaf veik von til þess að ef tekst að fækka skimunum sem mest, finnist færri smit og einhverjir deyi án þess að vitað sé hvort það hafi verið vegna COVID-19. 

Eða hvað? 


mbl.is Tilmælum breytt á meðan Fauci var í aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband