Skemmtilegar rökræður um svonefnda stjörnuspeki.

Fyrir allmörgum árum var birt athyglisverð tímaritsgrein um stjörnuspeki og stjörnumerkin, sem margir hafa svo mikinn áhuga á. 

Í þessari grein, sem ég man frekar lítið úr nú, eftir svona langan tíma, voru grundvöllur stjörnuspekinnar og stjörnumerkjanna tætt í sundur.  

Nokkrum dögum eftir lestur greinarinnar hitti ég konu, sem var sérfræðingur í þessum málum og lá í spádómum og öðru, sem tengdust þessu fyrirbrigði. 

Ég var með blað í höndunum með stjörnuspádómum svipuðum þeim, sem sýndir eru tengdri frétt á mbl.is. og hugði gott til glóðarinnar að nota nýfengna vitneskju til að hrekja það sem konan góða var svo ánetjuð og virtist trúa á í blindni. 

Upp hófust rökræður, þar sem ég tíndi til allt það sem ég mundi úr greininni, og var hluti af því byggður á því, að í sögu þessara fræða hefði verið skipt um tímatal, þannig að undirstaða stjörnuspeki nútímans væri kolskökk og tóm steypa. 

Konan horfði sallaróleg á mig, og þegar ég hafði tínt allt til spurði hún: 

"Ertu búinn að ljúka þér af?"

Ég hélt nú það; og þetta væri nú ekkert smávegis, sem væri að í fræðum hennar. 

Konan brosti og spurði: "Hvenær ert þú fæddur, vinur minn?"

"16. september." 

Konan ljómaði af ánægju og sjálfstrausti þegar hún sagði: 

"Er þessi endalausa og nákvæma smámunasemi þín ekki dæmigerð fyrir mann í meyjarmerkinu?"

Þögn. 

Yppon.  


mbl.is Meyjan: Það er blessun yfir þér í þessum mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustum líka á Kára eins og Þórólf, Ölmu og Víði.

Heimsfaraldurinn, sem nú geysar, hefur falist í veiki, sem birtist og breiðist út í óvenju margbreytilegum myndum. 

Þegar kunnáttumaður eins og Kári Stefánsson leggur eitthvað til málanna, er rétt að leggja hlustir við. 

Vitað er að erlendis er allur gangur á því hvernig 1. bylgja, 2. bylgja og jafnvel 3. bylgja spretta upp og breiðast út og hvernig þær leggjast á fólk. 

Þegar kvartað er yfir því að sóttvarnaráðstafanir séu of sveiflukenndar verður að taka tillit til þess, að sjálf veikin er óvenju slóttug, varasöm og sveiflukennd. 

 

 


mbl.is Ættum að búa okkur undir nýja bylgju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leið til að opna fyrir ferðalög hingað: Að komast af rauða listanum.

Það, að lægra smithlutfall hér á landi en varð í seinni bylgjunni síðsumars, sýnir gildi þess að nota sóttvarnaraðgerðir til þess að ná árangri í þessum efnum og komast af rauða listanum, sem aðrar þjóðir setja okkur á.  

Á sama tíma og þetta er nú að koma í ljós, hafa menn hamast gegn árangursríkum sóttvarnaraðgerðum og haldið því fram, að með því að slaka hressilega til, hefði ferðamannastraumurinn opnast.  


mbl.is Ísland væntanlega af rauða listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband