Betra að hugsa lengra fram í tímann.

Margumræddur stöðugleiki í áratugi virtist vera að fjúka út um gluggan hjá SA þegar menn þar á bæ vildu segja lífskjarasamningnum upp og orðið höfðu hlutverkaskipti meðal aðila vinnumarkaðarinsl í þeim efnum. 

Þetta gerðist svo hratt að það var engu líkara en að menn hefðu gleymt því að hugsa málið til enda, hvernig ástandið yrði þegar allt yrði komið upp í loft í kjaramálum. 

Sem betur fór, var hætt við að fara út i þá háskalegu för, sem virtist blasa við. 


mbl.is Lífskjarasamningurinn gildi áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þýska leiðin", fjórfalt færri smit?

Hér á síðunni var því lýst fyrir nokkrum dögum, hvernig svo virtist sem fyrirbærið lyfta gæti sýnt það hvernig smitleiðir eru í smitandi farsótt eins og COVID-19. 

Hliðstæða hins létta öndunarúða gæti verið ilmvatnslykt eða sígarettureykur. 

Áhugaverð grein í Morgunblaðinu fjallaði um eins konar þýska leið, sem leggur áherslu á að koma í veg fyrir að öndunarloft úr lungum berist á milli fólks. 

Er það eins konar útfærsla af orðum Þórs: "Á skal að ósi stemma."

Sé gríma nógu vel gerð virkar hún í báðar áttir og á, samfara nógu mikilli fjarlægð á milli fólks, að hindra að smitloft komist á milli einstaklinga.

Þegar fjöldi tilfella er skoðaður á Íslandi og í Þýskalandi hefur munurinn undanfarið verið fjórfaldur, Þjóðverjum í vil, þótt ferðafrelsi sé býsna mikið þar í landi. 

Það hefur verið sagt, að mjög harðar sóttvarnaraðgerðir okkar í vor hafi skilað árangri, og nú segja sumir, að harðari aðgerðir Þjóðverja en okkar varðandi grímunotkun og fjarlægðarregluna hafi skilað árangri. 


mbl.is Starfsmenn LSH með grímu geta komist hjá sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband