Það var fárviðri undan Hafnafjalli og á Kjalarnesi í allan dag.

Allt frá því í morgun og fram á kvöld hafa vindhviður á Kjalarnesi og undan Hafnarfjalli farið reglulega yfir 30 m/sek, allt upp í 37 m/sek, sem jafngildir fárviðri.  

Þetta hlýtur að hafa mátt lesa af mælum vegagerðarinnar sem blasa við öllum vegfarendum við enda þessara tveggja vegarkafla. 

Þegar vindur rýkur skyndilega úr 17 m/sek upp í 37m/sek veldur hann miklu meira álagi heldur en ef vindur er næsta stöðugur. Á háum bílum með stórum lóðréttum fleti, sem slíkur fárviðrisvindur skellur á, veðurofsinn því að bíllinn byrjar að rugga og það eykur enn frekar hættuna á að hann velti. 

En hvernig má þetta vera þegar það er ekkert sérstaklega hvasst í Reykjavík og bara rólegt í austurhluta borgarinnar þar sem siðuhafi var á ferli á litlu rafknúnu léttbifhjóli og lenti ekki í neinum vandræðum, enda mesti vindur í hviðum aðeins þriðjungur af hviðunum á Kjalarnesi og undan Hafnarfjalli og Skarðsheiði?

Ástæðan er einföld og afar mikilvægt að vegfarendur geri sér grein fyrir henni:  Fjallabálkarnir tveir; Hafnarfjall-Skarðsheiði og Esja-Móskarðshnjúkar-Skálafell fá vindinn á sig svipað og þegar hraðfara vatnsflóð eða hafsjór skellur í fárviðri á klettum og björgum; - það myndast mikil iðuköst. 

Í dag mátti með einu símtali við síma 9020600 fá samband við símsvara veðurstofunnar og velja þar á eftir númer 5; flugveðurspá.  

Byrjun hins lesna texta hljóðaði svona í morgun: "vindur og hiti í 5000 feta hæð (1500 metrar) 20 gráður 20-50 hnútar." 

50 hnútar samsvara um 25 metrum á sekúndu, sem er rauð tala ef hún birtist á veðurskilti á jörðu niðri. 

Í vindhviðum við fjöll getur þessi tala stækkað ansi hressilega. Yfir 70 hnútar á Kjalarnesi og undan Hafnarfjalli-Skarðsheiði augljós og fyrirsjáanleg afleiðing.  

Niðurstaðan á Reykjavíkurflugvelli í dag varð því:  Þar var meinleysislegt veður en engin lítil flugvél á lofti. 

 


mbl.is Einn í bílnum þegar slysið varð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leifar af klassískum blindhæðakafla.

Árum saman var alveg einstaklega slæmur kafli á þjóðveginum við Hrófá skammt frá Hólmavík, hver blindhæðin við aðra og líka einbreiðar brýr.  Bindhæð einbreið brú.

Og það sem verra var, þetta var á þeim tímum sem því var alveg hafnað að taka upp að erlendri fyrirmynd blá merki, sem tiltaka sérstaklega leiðbeinandi hámarkshraða á þessum hæðum. 

Fram að því voru hvít merki með örvum notuð sem aðvörun vegna blindbeygjanna, sem öll virkuðu eins, óháð því hve krappar beygjurnar voru. 

Þetta olli því þegar komið var að þessum kafla á suðurleið, voru beygjurnar hver af annarri líkar, allar frekar aflíðandi.

Afleiðingin varð of oft sú, að  að eftir allmargar svona beygjur voru ökumenn farnir að búast við því að beygjurnar væru allar svona auðveldar viðfangs. 

En þá kom allt í einu sú síðasta sem var afar kröpp og fóru margir flatt á því. 

Þetta eru reyndar liðnir tímar, en það er athyglisvert að vinstra megin á myndinni á tengdri frétt á mbl.is sést hluti af gamla veginum og þar með ein af gömlu blindhæðunum vinstra megin á myndinni, en hin nýja blindhæð sem tók við, er hægra megin á myndinni og að sjálfsögðu er líka einbreið brú handan við hæðina.   


mbl.is Banaslys við blindhæð kallar á öryggisúttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðþrifaverk sem lengi hefur verið samstaða um.

Þverun Þorskafjarðar með sinni miklu styttugu Vestfjarðavegar er þjóðþrifaverk sem hægt hefði verið að framkvæma fyrir löngu, því að í langflestum útfærslum á vangaveltum um leiðir fyrir veg um Gufudalssveiit hefur þessi þverun verið uppi á borðinu í öllum útfærslum nema þeiri, sem nefnd hefur verið af og til að lægi utar yfir fjörðinn.  

Enn eru til útfærslur, sem ekki hafa verið skoðaðar til hlítar, svo sem sú að á nokkurra kílómetra kafla kafla leiðar, sem lægi um eða framhjá Teigsskógi yrði vegna náttúruverðmætis svæðisins hafður 50 km hámarshraði líkt er á leiðinni um Bláskógaheiði norðan ÞIngvalla milli Almannagjár og Hrafngjár.  

Sá vegur liggur með lágmarks umhvefisröskun og svipað mætti íhuga við Teigsskóg ef þeirri skipan verður þvingað í gagn að ganga framhjá þeirri lausn sem minnstum óafturkræfum umhverfisspjöllum veldur: Að leggja göng undir Hjallaháls og hafa þau styttri en hingað til hefur verið haldið fram að því er virðist til þess eins að edikna þá leið út af borðinu. 


mbl.is Nýja brúin verður í sex höfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband