Athyglisverð sýn á afskipti af forsetakosningum í þætti BBC.

Í síðasta sjónvarpsþætti BBC um forsetatíð Donalds Trumps var fróðlegt að sjá horft á atburðarásina frá sjónarhóli hans og stuðningsmanna hans, sem hlýddu að lokum kallinu frá útifundi forsetans um að "fara til orrustu" í þinghúsið. 

Það var hins vegar galli á umfjölluninni að nefna ekki þá staðreynd í aðdraganda kosninganna að samkvæmt skoðanakönnunum voru fylgismenn Bidens miklu fleiri meðal þeirra kjósenda, sem voru fylgjandi grímunotkun og fjarlægðarreglu en fylgismenn Trumps, sem voru frekar hvattir til hins gagnstæða. 

Afleiðingin kom fram í skoðanakönnunum á þann hátt að fylgjendur Bidens voru miklu fleiri meðal þeirra, sem nýttu sér réttinn til að greiða atkvæði utan kjörstaða til að minnka smithættu sína og annarra. 

Og þar með var fyrirfram ljóst, að í lokatalningunni myndu þessi atkvæði hafa mikil áhrif á gang talningarinnar. Þetta fyrirbrigði er gamalkunnugt í mörgum löndum varðandi það þegar atkvæði sumra flokka eru hlutfallslega fleiri í utankjörstaðaatkvæðum en annarra flokka. 

Vel sást í þætti BBC hvernig Trump og fylgjendur hans urðu fyrir miklu áfalli þegar fyrrnefnd atkvæði Bidens fóru að skila sér betur undir lok talningarinnar og að þetta áfall litaði allar aðgerðir Trumpsinna allt til enda. 

Það sést á því, að BBC setur þetta samband útkomu í skoðanakönnunum og gangi talningar ekki í samhengi í umfjöllun sinni, að það var skiljanlegt að Trump og hans fólk virtist aldrei skilja þetta mikilvæga eðli málsins.  

 

 

 


mbl.is Biden ræddi kosningaafskipti við Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrmæt áhrif í gegnum allt heilbrigðiskerfið.

Frá upphafi kórónaveikifaraldursins hafa verið á kreiki alls kyns kenningar um kosti og galla þeirra mismunandi sóttvarnaraðgerða, sem hafa verið notaðar til að verjast áhrifum hans. 

Ein kenningin hefur snúist um það að gera sem minnst og lofa frumskógarlögmálinu að ríkja í öllu sínu veldi og veirunni að "grisja" af vild.   

Afleiðingarnar af þessu komu fljótlega í ljós í því formi, sem sást til dæmis á upphafsstaðnum í Wuhan og í New York í Bandaríkjunum þar sem heilbrigðiskerfið og andlátsþjónustukerfið sprungu í tætlur á afdrifaríkan hátt; með örmagna, sjúku og deyjandi heilbrigðisstarfsfólki, yfirfullum líkhúsum og fjöldagrafreitum og hruni heilsugæslu gagnvart fólki með aðra sjúkdóma en COVID-19. 

Myndun stórra biðlista við rannsóknir og skimanir vegna banvænna sjúkdóma og ótímabær dauðsföll á þeim vettvangi var ein birtingarmyndin.  

Alla þessa öld hefur vanmat á gildi heilbrigðiskerfisins verið rikjandi bæði hér á landi og annars staðar.  Það birtist til dæmis í ónýtum húsakosti vegna vanrækslu á viðhaldi. 

Góð staða hér á landi miðað við önnur lönd er ekkert sjálfgefin og hefur að vísu kostað endurmat á því einstaklingsfrelsi sem birtist í réttinum til að stuðla að smiti annarra. 

Áhrif mismunandi skoðana og aðferða við sóttvarnir á atburðina í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er efni í bloggpistil. 


mbl.is Ísland í 7. sæti yfir viðbrögð við faraldrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband