Störukeppni hafin í ríkisstjórnarviðræðum.

Nú bendir flest til að eins konar störukeppni sé hafin hjá formönnum ríkisstjórnarflokkanna um heitustu málin á dagskránni.  

Í störukeppninni er safnað saman öllu því sem geti orðið að gagni og farið um jafn víðan völl og  mögulegt er í þeirri  söfnun. 

Eins og er, virðist Sigurður Ingi hafa krækt sér í samfellda umræðu úr ótal áttum um nauðsyn þess að fórna hálendisþjóðgarði og verðmætustu náttúruverðmætum fyrir orkufyllerí í hæastu hæðum. 

Meira að segja danski krónprinsinn dregst óvart inn í þetta með því að viðhalda grænorkutalinu í öllum fjölmiðlum og gyllingu á vindorkuverum og hinni "sjálfbæru og endurnýjanlegu" orku Hellisheiðarvirkjunar, sem í raun felst í rányrkju. 

Næstu dagana verður sá söngur kyrjaður stanslaust á Arctic Circle af áhrifafólki stórra sem smárra þjóða. 

Svo skæð er sókn Sigurðar Inga, að í skoðanakönnunum um traust helstu stjórnmálamanna nálgast Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Bjarna Benediktsson að vinsældum, og er hann þó formaður langstærsta stjórnmálaflokksins. 

Stærsta von Katrínar Jakobsdóttur felst í einstæðu fylg, 57 prósent aðspurðra í skoðanakönnun um þá stjórnmálamenn sem helsti ættu að vera í stóli forsætisráðherra. 

Katrín er í afar snúinni stöðu. Þetta mikla fylgi getur virkað í báðar áttir, að verða hennar sterkasta vopn í störukeppninni, en það gæti líka orðið erfitt fyrir hana að neyðast til að lúffa of mikið og mistakast að nýta sér velvildina hjá almenningi. 


mbl.is Pólitískir ráðuneytisstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landeldi á skjön við söng sjókvíaeldismanna.

Það hefur verið söngur þeirra, sem segja að eina leiðin til laxeldis hér á landi felist í sjókvíaeldi, að landeldi sé óframkvæmanlegt vegna miklu meiri kostnaðar. 

Þótt stórfelldir ókostir sjókvíaeldisins komi smám saman æ betur í ljós hér og erlendis, hafa sjókvíaeldismenn úthrópað gagnrýnendir þess og sagt þá vera á móti byggð í landinu. 

Svipar þessum rökum til þess, þegar þeir, sem mæla með jarðstrengjum í stað loftlína og skaplegri notkun rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja í stað þess að hún fari nær öll til stórfyrirtækja í erlendri eigu, eru sagðir vera á móti atvinnuuppbyggingu, móti byggð í landinu og á móti rafmagni!


mbl.is Samherji boðar mikla uppbyggingu í Öxarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband