Tyrkland, land á mörkum tveggja heima.

Nágrannalöndin tvö, austast við Miðjarðarhafið, Grikkland og Tyrkland eiga að baki brokkgengan feril hvað snertir lýðræði og alræði, og Tyrkland er á sýnu erfiðari stað, sem meðal annars sést af því að hluti landsins er í Evrópu en meginhlutinn í Asíu. 

Þar að auki er landið loka yfirráðasvæði fyrrum múslimsks stórveldis. 

Tyrkland er í NATO en hefur oft spilað djarft spil í útanríkismálum vegna nálægðarinnar við Rússland, þótt haf skilji á milli. 

Tyrkir fóru í Fyrri heimsstyrjöldinni í bein hernaðarátök við Breta, sem biðu greypilegan ósigur við Gallipoli. 

Tyrkir sóttu lengi vel fast að komast inn í ESB, en ESB dró lappirnar í þeim efnum. 

Atburðirnir, sem hafa orðið í valdatíð Erdogans, eru eitt af mörgum dæmum um það hve fráleit innganga í bandalagið hefði verið og er enn. 


mbl.is „Þetta er valdarán“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göng undir hákoll Öxnadalsheiðar ætti að vera til skoðunar.

Á þessari síðu hefur áður verið minnst á þann möguleika að gera frekar stutt göng undir efsta kafla Þjóðvegar númer eitt þar sem hann liggur yfir Öxnadalsheiði. 

Fjölmargir staðir annars staðar á landinu æpa á göng, og það þarf ekki nema fjögurra kílómetra löng göng, jafnvel aðeins styttri til að losa okkur við þennan slæma stað, sem veldur nánast öllum vandræðunum, sem verða á þessari leið. 

Þar veldur ekki aðeins hæð yfir sjó og vegur utan í hallandi hlíð, heldur er Bakkaselsbrekkan með um tíu  prósenta halla, sem eitt og sér er langt yfir nútíma mörkum og á stærstan hlut af vandræðunum á þessum kafla.  


Flutningakreppa er ein af verstu afleiðingum COVID-19.

Öll hernaðarsaga mannkynssögunnar, einum á síðari tímum, litast af miklilvægi aðflutninga. 

Gott dæmi er stærsta innrás heimssögunnar inn í Sovétríkin 22. júní 1941. 

Meira en þriggja milljón manna her var notaður, en sú tala sem flestum kemur á óvart, voru 750 þúsund hestar. 

En tap orrustunnar um Moskvu var ekki aðeins vegna vopnaframleiðslugetu Rússa og komu herlíðs sem flutt var var austurlandamærunum, heldur fyrst og fremst með því að rússneski veturinn olli óviðundi usala hjá her Öxulveldanna varðandi flutningsgetu á hergögnum, vistum og vörum sem svona stórfelldur hernaður krefst. 

Eitt af helstu atriðum í alþjóðavæðingu verslunar og viðskipta eru stórfelldir flutningar á sjó og landi og í lofti. 

Athyglisverð umfjöllun var sjónvarpsþættinum 60 mínútum um sjóflutningana, þar sem skortur á vinnuafli hefur lamað þá flutninga á ævintýralegan hátt sem birtist stórum hluta af gámaskipaflota heims, sem fær ekki legupláss í höfnunum, þannig að ófluttar vörur hrannast upp. 

Þessi flutningakreppa var stórlega vanmetin í fyrstu en vindur nú upp á sig á versta tímanun yfir hátíðirinar. 


mbl.is Fyrirtæki gætu lamast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband