Þrjátíu sinnum meiri snjókoma en spáð var. Síðasti vetur var sér á parti.

Síðasti vetur var sér á parti í Reykjavík. Það kom nánast aldrei hálka og innan svæðisins var alger óþarfi að negla. Þótt negld dekk hafi örlítið betra grip fram yfir ónegld dekk, eiga þau mestan þátt í því að rífa malbikið upp og skapa með því hálku fyrir öll dekkin í flotanum. 

Þegar jöklajeppamenn fara á fjöll á veturna, stansa þeir þar sem malbikið endar og þvo tjöruna af dekkjunum með tjörueyðandi efni til þess að bæta grip dekkjanna. 

Það segir sína sögu um þá sérkennilegu afleiðingu af óhæfilega mikilli notkun negldra dekkja að hún hefur þessi neikvæðu áhrif á bæði dekk og gotur. 

Spáin fyrir daginn í dag gerði ráð fyrir 0,1 millimetra úrkomu, en líkast til varð hún 30 til 40 sinnum meiri. 

Þeir sem óku á sumardekkjum og ollu vandræðum, virðast hafa haldið að sams konar einstæðir vetur kæmi tvisvar í röð. 


mbl.is Sumardekk stór þáttur í umferðartöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsenda fyrir orkuskiptum er þekking á gildi íslenskra náttúruverðmæta. Hana skortir.

Bandaríkjamenn komust að þeirri niðurstöðu fyrir rúmlega hálfri öld að þekking á helstu náttúruverðmætum þess lands væri forsenda fyrir niðurstöðu. 

Hún fólst hjá þeim í ævarandi vernd og friðun Yellowstone háhitasvæðisins og friðun þess hluta Kólóradófljóts, sem þá var óvirkjað. 

Hér á landi eigum við enn langt ófarið í að kafa á samsvarandi hátt ofan í málin hér. 

Sem dæmi má nefna, að hinn eldvirki hluti Íslands sé eitt af 60 mestu náttúruundrum heims, en á þeim lista kemst Yellowstone ekki á blað. 

Ef hugsað er á heimsvísu, að íslensku heimsdjásnunum verði fórnað á altari skefjalausrar sóknar eftir orku, munum við með leggja okkar skerf til að vernda "hin heilögu vé, sem aldrei verði snert" í Ameríku og standast þó ekki hinum bandarísku snúning. 

Þegar Alcoa hafði samið um að tortíma hinum gríðarlegu náttúruverðmætum, sem Kárahnjúkavirkjun gereyddi til eilífðar, var sett upp skilti við aðkeyrslu að virkjanasvæðinu, sem bar þessa áletrun: "Kárahnjúkavirkjun getur verið forsenda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs." 

Svona orðalag er því ekki nýtt af nálinni. 


mbl.is Segir orkuskipti forsendu umhverfisverndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nýr veruleiki" þar, hvað hér?

Þegar birtist það sem kallað er "nýr veruleiki" í ýmsum löndum, sem sum hver voru á dögunum nefnd sem fyrirmynd í að aflétta öllum sóttvarnaraðgerðum, leiðir það hugann að því, hvort einhvers konar nýr veruleiki muni birtast hér. 

Að minnsta kosti vekur athygli hve víða hinn nýi veruleiki birtist í miklu harðari aðgerðum en hafa verið hér. 


mbl.is „Nýr veruleiki“ í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband