Villta vestrið með hin mörgu "heilögu vé" Bandaríkjanna.

Það sem fólk hér á kannast við undir heitinu "villta vestrið" felst fyrst og fremst í friðuðum svæðum og þjóðgörðum, sem Bandaríkja skilgreina sem "heilög vé" lands síns, sem þyrmt verði um aldur og ævi við því, sem virðist um þessar mundir vera efst í huga okkar Íslendinga, að efna til hvers kyns mannvirkjagerðar í þágu áframhaldandi svölunar á orkuþorsta mannkynsins. 

Að vísu má sjá einstaka virkjanir á þessu stórkostlega þjoðgarðasvæði, svo sem Glen Canyon virkjunina, Hoover stífluna og Flaming gorge,  en tími slíkra virkjana leið undir lok fyrir hálfri öld. 

Tímamót urðu í kringum 1970 þegar til stóð að taka stóran hlut af svonefndu Marmaragljúfri, sem er í raun efsti hluti Miklagljúfurs, reisa þar stóra stíflu með 80 kílómetra löngu miðlunarlóni og virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. 

En við þetta hætt og sömuleiðis er fyrir löngu er ákveðið að ekki verði snert við neinum af tíu þúsund hverum í Yellowstone og þar að auki engar boranir leyfðar á svæði í kringum þjóðgarðinn, Great Yellowstone, sem er á stærð við Ísland. 

Umræðan á Íslandi um þessi mál er á svipuðu stigi hér á landi og hún var fyrir 1960 í Bandaríkjunum, og má til dæmis fræðast um það í bókinni Cadillac desert eftir Marc Reisner. 


mbl.is Nú getur þú skoðað Villta vestrið úti á Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver myndrænasta minnkun jökuls á Íslandi.

Á loftmynd Þorsteins Þorsteinssonar af Múajökli í viðtengdri frétt á mbl.is af skriðjökli sem gengur suður úr Hofsjökli, er tæplega helmingur myndflatarins marauður grunnur jökulsins eins og hann var áður en hann byrjaði að hopa og lækka. 

Vegna þess hve Múlajökull er og hefur ætíð verið afar fallegur séður úr lofti, fyrir sakir einstaklega fagurlega lagaðrar og bogadregnar jökulrandar, 

Vel hefur sést móta fyrir upprunalegrr stöðu jökulsins áður en hann byrjaði að hörfa og liggur sú lína á boga þvert yfir neðsta hluta myndarinnar. 

Múlajökull er afar afskekktur og þvi miður fáir sem þekkja sögu hans. Þess vegna er Sólheimajökull þekktari en hann. 

Síðuhafi hefur átt flugleið yfir þennan jökul mörgum sinnum árlega í sextíu ár, og í enn fleiri ár yfir Breiðamerkurjökul þar sem áhrif loftslagshlýnunar hafa orðið enn meiri, raunar tröllslegar á alla lund. 

Í ferð með ömmu á æskuslóðir hennar í Svínafelli í Öræfum árið 1985, en hún hafði alist þar upp frá árinu 1903 og 80 árum síðar lýsti hún því skilmerkilega hve langt Svínafellsjökull hefði náð fram í hennar ungdæmi og hve ótrúlega mikið hann hefði rýrnað. 

Minnkun jöklanna hefur orðið enn meiri í kílómetrum talið á Grænlandi fyrir austan Illulissat / Jakobshavn.  

Ofangreindir jöklar eru nefndir hér, vegna þess að hér á landi er harðsnúinn hópur manna, sem ýmist véfengir að jöklarnir minnki eða bæta í og tala um að allt tal um rýrnun þeirra séu blekkingar og bull og jafnvel notaðar falsaðar myndir og mælingar.  

Einn þeirra skrifaði grein  um þessa kulnun nú nýlega í Morgunblaðið og annar hélt því fram í hitteðfyrra að ljósmyndir frá Grænlandi sýndu, að jökullinn þar væri ekki að  hopa og búinn að hopa á annað hundrað kílómetra, heldur væri hann að sækja fram¨!


mbl.is Hofsjökull hefur rýrnað mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lumar mikil viðbót við ferskan sjó á meiri hættu en flóðum; litlu ísöld hér?

Á síðasta áratug aldarinnar, sem leið, fóru sjónir danskra vísindamanna að beinast að hættu úr óvæntri átt ef hlýnandi loftslag hrinti af stað keðjuverkun í straumakerfi Norður-Atlantshafi sem komið gæti á staðbundinni og aftdrifaríkri kólnun veðurfars í Norður-Evrópu, nokkurs konar lítilli ísöld. 

Þetta helgast af því að nyrsti hluti Golfstraumsins er hluti af hringrásarakeðju hafstrauma sem hlykkjast bæði um Norður-Atlantshaf, Suður-Atlantshaf og Indlandshaf. 

Golfstraumurinn, sem viðheldur miklu hlýrra loftslagi á Norður-Atlantshafi og í Norður-Evrópu en hnattstaðan segir til um. 

Nyrst í Atlantshafi gerist það að hinn salti og þungi Golfstraumur sekkur niður og streymir neðarlega í djúpinu til baka í suðurátt sem hluti af því, sem Danirnir kölluðu "hið kalda hjarta hafanna." 

Dönsku vísindamennirnir setta fram þá tilgátu, að það gerist að gríðarlegt magn af nýbráðnuðum ís streymdi frá Grændlandi út á Atlantshaf, yrði þetta ferska leysingavatn léttara en Golfstraumurinn og leggðist því yfir hann með þeim afleiðingum að hann sykki fyrr en hann gerir nú á norðurleið sinni. 

Þetta gæti valdið þeirri kólnun í veðurfari, að það gæti haft víðtæk áhrif og valdið miklu tjóni á efnahag Bretlandseyja og Norðurlandanna. 

Um málið var gerður danskur sjónvarpsþáttur sem bar heitið "Hið kalda hjarta hafanna" og í framhaldi af því fengið leyfi fyrir því að gera hann að þungamiðju í íslenskum þætti um málið. 

Bæði þáverandi forsætisráðherra og einnig þáverandi nýkjörinn forseti Íslands gerðu efni þessa sjónvarpsþáttar að umtalsefni í nýjársávörpum sínum 1997 og voru algerlega ósammála um efni hans. 

Davíð Oddsson sagði að "skrattinn væri lélegt veggskraut" en Ólafur Ragnar tók undir aðvörunarorð Dananna um hættuna á nýrri ísöld. 

Sú aðvörun byggist á því að það sé í hæsta lagi óráðlegt fyrir mannkynið að standa fyrir stórfelldu fikti með jafn áríðandi fyrirbæri og náttúru jarðarinnar og veðurfar.  


mbl.is Mikil bráðnun á Grænlandi eykur flóðahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska loftslagsbókhaldið eitt af mörgum dæmum um "grænþvottinn".

Orðið "grænþvottur" hefur komist á kreik í sambandi við COP-26 sem tákn fyrir hið flókna og að mörgu leyti óskiljanlega bókhaldskerfi, sem þjoðir heims leggja stund á til að hagræða hlutum sér í vil. 

Í hitteðfyrra hlaut það aðhlátur, að í evrópska loftslagsbókhaldinu fælist að Ísland framleiddi megnið af orku sinni með kjarnorku og mengandi orkugjöfum, en það fylgdi líka sögunni að þetta gerði ekkert til fyrir orðstír landsins, því að allir vissu að í raun væri orkuframleiðsla Íslendinga 100 prósent hrein og endurnýjanleg orka.

Í pistli í gær hér á síðunni var rakið hvernig með stanslausri síbylju þetta 100 prósent tala er lamin inn í hausinn á hverjum einasta útlendingi af öllum stigum, þótt talan 60 til 70 prósent væri nærri lagi. 


mbl.is Greta Thunberg segir COP26 eitt stórt klúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband