Jónas og Einstein; svipuð ummæli með aldar millibili. 0:0 eða 1:1 ?

Eftir að hinn íslenski höfuðsnillingur Jónas Hallgrímsson hafði verið í vísindaferð við fjallið Skjaldbreið orkaði þessi návist við fjallið svo mjög á skáldið, að hann orti innblásið snilldarljóð um fjallið og undur þess. 

Undir lok ljóðsins kemur þessi ljóðlína um tilurð það sem "hrauna veitir bárum bláum":

 

"Gat ei nema guð og eldur 

gjört svo dýrðlegt furðuverk." 

 

Sem sagt: spurningin um skapara og sköpun himins og jarðar. 

Nú líða árin og annar höfuðsnillingur, Albert Einstein, lendir öld síðar inni í rökræðum um guðstrú manna, og er inntur eftir því sem fróðasti þalifandi maður um alheiminn, hvort hann trúi á guð. 

Haft var eftir Einstein á þessum árum, að hann hefði áttað sig á því í rannsóknum sínum og uppgötvunum, að hann vissi æ minna eftur því sem þekkingin yrði meiri. 

En svarið um Guð var víst einhvern veginn svona:

"Það sem ég þó veit um alheiminn er, að hann er svo yfirgengilega undursamlegt og mikilfenglegt fyrirbæri, að enginn, nema Guð hefði getað skapað hann." 

Einstein er oftast eignað það, að hafa bryddað fyrstur manna upp á þessu sjónarhorni á Guð og guðdóminn. 

En öld fyrr hafði íslenskur snillingur reyndar orðað svipað. 

Á annar þeirra höfundarrétt á þessum ummælum sínum? 

Jónas vissi ekki um að öld síðar myndi annar snillingur orða hans fleygu hugsun. 

Og Einstein hafði áreiðanlega aldrei lesið eða heyrt ljóðið um Skjaldbreið. 

Svarið um einkarétt á hugsuninni verður því líklega annað hvort 1:1 eða 0:0. 

 


mbl.is „Hryggilegt“ að sjá svör Ásgeirs og Sverris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband