Brennurnar og Áramótaskaupið drápu óeirðir og drykkjulæti í miðbæ Reykjavíkur.

Af mörgum fyrirbrigðum, sem covid hefur ráðist á, eru áramótabrennurnar meðal þeirra merkustu.

Sú var tíð um miðja síðustu öld að fólk skemmti sér allt öðruvísi á gamlárskvöld en nú tíðkast. 

Haldnir voru fjölsóttir áramótadansleikir þar sem slett var ærlega úr klaufunum í miklu fjöri, en ömmur og afar tóku víða börnin heim til sín yfir nóttina. 

Við lögreglustöðina, sem þá var í Pósthússtræti voru óeirðaunglingar og óeirðaseggit aðsópsmiklir og brutu jafnvel glugga í stöðinni með grjótkasti. 

Á árunum milli 1960 fór þetta að breytast hratt. Farið var að halda áramótabrennur og álfabrennur í öllum hverfum og um allt land, og í staðinn fyrir áramótadansleiki á gamlárskvöld var byrjað að halda vegleg samkvæmi og dansleiki á nýárskvöld, sem sumir urðu svo flottir og dýrir, að talað var um þar væri bara fína fólkið. 

Að hluta til hjálpaði tilkoma íslenska sjónvarpsins og Áramótaskaupsins mikið til og rak smiðshöggið á á miklu og gagngeru breytingu á hátíðarhaldi um áramótin, sem hér hefur verið lýst.   


mbl.is Brennur felldar niður á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar byrgt er fyrir útsýni á góðum útsýnisstöðum.

Á Akureyri virðist stefnt að hliðstæðu skipulagsferli varðandi gamla íþróttavöllinnog var farið í á Kleppsvegi upp úr 1970, sem síðar varð Sæbraut í Reykjavík. 

Byggð var samfelld bygging meðfram Sæbrautinni sem var að vísu lágreist en samt höfð nægilega há til þess að loka gersamlega fyrir útsýni af Sæbrautinni yfir Vatnagarða, þar sem Sundahöfn kom.  

Þessi útsýnisstaður hafði verið einn af helstu eftirlætisstöðum ljósmyndara og málara vegna hin góða útsýnis yfir Vatnagarða og Kollafjörð með "Sundunum  bláu" milli eyjanna.  

Þegar ég spurði yfirmann skipulagsins að því hvers vegna ekki hefði verið farin sú leið, að reisa hærri stakar byggingar við þessa fjölförnu leið og skilja í staðinn eftir gott bil milli húsanna á kafla leiðarinnar var svarið: "Bílstjórarar eiga ekkert að vera að glápa á útsýni við aksturinn.  

Ekki virtist honum hafa dottið í hug að þeir, sem mest nytu þessa útsýnis yrðu ferðamenn, innlendir og erlendir, oftast 50 til 70 í hverri rútu.  

Og eftirfylgnisspurning hefði getað orðið hvort þá væri ekki nauðsynlegt að planta sem stærstum og þéttustum og hæstum skógi meðfram helstu ökuleiðum landsins til þess að loka fyrir útsýni frá þeim.  

Hingað til hefur það verið þannig þegar komið er akandi til Akureyrar úr norðri, að vegna þess að autt bil er í byggðina sem er hægra megin ökuleiðarinnar fram hjá íþróttavelli Akureyrar, sést ágætlega upp til suðvesturs þar sem bæjarstæðið fallega nýtur sín vel.  

Ef farið verður í að reisa þarna háa og þétta byggð í þessu auða bili með fram þjóðleiðinni, sem nú er, verður byrgt fyrir það góða útsýni sem enn er þarna og gefur aðlaðandi hugmynd um hið fagra bæjarstæði Akureyrar. 


mbl.is Akureyrarvöllur víkur fyrir uppbyggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband