Gömul þjóðsaga: Þegar Búnaðarþingsfulltrúinn fann jeppann sinn of seint.

Best er greina frá því í upphafi að það getur svo sem komið fyrir hvern sem er að muna ekki hvar hann hafi lagt bílnum sínum, líka þann sem þessar línur skrifar. 

Áhrifamaður í félagsmálum úti á landi, sem við skulum bara kalla Kristján, lenti í ýmsum uppákomum, sem varð að hálfgerðum þjóðsögum og meðal margra þeirra er þessi hér. 

Hann var fulltrúi á Búnaðarþingi, sem haldið var í Bændahöllinni, en í lok dagskrár fóru fulltrúar til boðs þáverandi landbúnaðarréðherra, sem var haldið annars staðar í borginni.

Brá þá svo við að Kristján fann ekki jeppann sinn; mundi ekki hvar hann hafði lagt honum. 

Hann var auk þess búinn að gleyma sérkennum jeppans sem var af algengustu gerð jeppa sem þá voru á landinu og því keimlíkur mörgum öðrum jeppum á svæðinu. 

Óku aðrir nú á brott, en þegar hinn gleymni félagsmálafrömuður var spurður að því af hverju hann væri hættur að leita að bílnum en samt ekki farinn til boðs ráðherra, sagðist hann ekki sjá annað ráð en að bíða þangað til allir bílar væru farnir af svæðinu, og ef einn stæði þá eftir, hlyti það að vera hans. 

Hann kynni ekki við það að fara að prófa lyklana, sem hann var með, á bílunum sem þarna voru. 

En svo fór að lokum að það leið svo langur tími þar til þap gerðist, að einn bíll var eftir, og reyndist sá rétti, að loksins þegar hann ók í burtu á þessum eina bíl sem eftir stóð, hafði hann misst af móttökunni góðu. 


mbl.is Verst að sofa yfir sig og muna ekki hvar bílnum var lagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkurra alda eldgosatímabil hafið?

Strax í upphafi hinna löngu skjálftahrinu utarlega á Reykjanesskaga fyrir tveimur árum var það nefnt hér á síðunni að hugsanlega væri nýtt nokkurra alda tímabil eldvirkni hafið á skaganum eftir 800 ára ládeyðu.  

Skjálftahrinan nú gefur tilefni til að endurtaka þetta: Nokkura alda eldgosatímabil líkt því sem var frá landnámstíð til tólftu aldar. 


mbl.is 1.700 skjálftar mælst á síðasta sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband