"Íslenskt samfélag gæti þurft að glíma við heilsufarsvá og margskyns tjón um aldir."

Þetta er inntakið í lokaorðum Ara Trausta Guðmundssonar jarðfræðings í stórgóðri bók hans og Ragnars TH. Sigurðssonar ljósmyndara um jarðelda á Reykjanesskaga. 

Þótt nú gjósi aðeins í einu af fjórum megin eldstöðvakerfum skagans, gætu hin vaknað til lífsins á næstu öldum. 

"Þetta má ráða af sögu eldvirkninnar í þúsund ár og þá sérstaklega ef litið er til virknisskeiða í þremur af fjórum eldstöðvakerfum skagans" segir Ari Trausti ennfremur og orð hans ríma við það sem sett var fram hér á síðunni strax við upphaf "Fagradalselda." 


mbl.is Skjálfti upp á 3,5
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórt snilldarverk um stærsta viðburð mannkynssögunnar.

Síðuhafi hefur sjötíu ár hámað í sig tugi bóka um Seinni heimsstyrjöldina, allt frá því að Gunnar M. Magnúss gaf út ritverkið "Virkið í norðri." 

Flestar þessar bækur eru erlendar og hafa ekki verið þýddar, enda sumar afar sérfræðilegar um hernaðartækni, skip, skriðdreka, flugvélar og hagfræði. 

Í mörgum þessara bóka hafa seinni tíma sérfræðingar komist að nýjum niðurstöðum um ýmsar mýtur, sem þrifist hafa um alls konar fyrirbrigði.  

Hjá vestrænum þjóðum hefur orrustan um El Alamain til dæmis verið sett á svipaðan stall sem úrslitaorrustu stríðsins og orrustan um Stalingrad og Spitfire sem besta orrustuflugvélin og úrslitavopn í stríðinu. 

Hvort tveggja er fjarri lagi við nánari skoðun. Tíu sinnum fleiri hermenn börðust um Stalingrad en við El Alamain, og á sléttum Rússlands réðust úrslit stríðsins frá nóvember 1942 til júlí 1943. 

Fleiri þýskar flugvélar voru skotnar niður af Hurricane vélum en Spitfire, þótt Spitfire væri betri flugvél og fengi ljómann af vörn Bretlands í ágúst og september 1940.  

Á seinni tímum eru flestir sammála um að P-51 Mustang hafi verið besta vélin þegar allt er tint saman, besta hönnunin, eiginleikarnir og áhrif á gang flughernaðinrs.

Sagt er að þegar Göring sá Mustang vélarnar birtast í fylgd sprengjuflugvéla yfir Berlín hafi hann sagt að það þýddi að stríðið væri tapað.  

Messerschmitt 262 var að vísu útaf fyfir sig besta vélin, enda fyrsta þotan sem tók þátt í stríðinu, en bara sáralítinn þátt vegna skorts á fjölda smíðaðra véla og skorts á tíma. 

Og á austurvígstöðvunum var Yak-3 vél Rússa eina vélin, sem flugmenn hinnar þýsku Messerschmitt fengu fyrirmæli um að forða sér hið snarasta í burtu, ef hún væri með bungu á nefinu. YaK-3 var liprasta vélin í návígi í stríðinu. 

Í bókinni "Nazism at war" er því skilmerkilega lýst, að af hagfræðilegum ástæðum varð Hitler að fara í allsherjarstríð ekki seinna en 1940.   

Japanir háðu að sönnu svívirðilegt og hrikalega mannskætt stórstríð í Kina frá 1937 og voru með milljón hermenn af 1,4 milljóna her fastan þar, en náin skoðun á hugsunarhætti Samúrajanna í hernum sýnir, að úrslitakostir Roosevelt 1941 voru í augum þessara japönsku striðsherra jafngildi þess, að þeir misstu andlitið ef þeir gengu að þeim og ástæða til kviðristu hjá þeim. 

Úrslitakostirnir þýddu að japanir yrðu eldsneytislausir á nokkrum mánuðum nema að ná völdum yfir olíulindum og öðrum auðlindum Suðaustur-Asíu. 

Max Hastings hallast hins vegar frekar að því, að vegna skammdegis hefði tekið of langan tíma að framkvæma aðrar árás. 

Margir sagnfræðingar hafa sett það fram, að það hafi verið stór mistök hjá Japönum að fylgja ekki eftir fyrstu bylgju árásarinnar á Pearl Harbour með annarri árás á eldsneytisgeyma og viðgerðarstöðvar og samskiptastöðvar hersins. 

 

Í umfjöllun um stríðið hefur stærsta loftárásin í Evrópu, ´árásin á Hamborg í júlí 1943, legið næstum því í þagnargildi miðað við það hve stórt stökk var þar tekið í gereyðingarstríði.  

Þeirri árás má vel jafna til kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Hagasaki, og jafnmargir voru drepnir í Hamborg og í Nagasaki. 250 þúsund heimili voru eyðilögð í Hamborg.  

Nú hefur það gerst að komið er út stórvirki um stríðið, þýtt á íslensku, "Vítislogar" eftir Max Hastings.

Hægt er að taka undir allt það hól, sem þetta mikla snilldarverk hefur fengið erlendis, og bæta má þýðingu Magnúsar Hafsteinssonar við. 

Því veldur hin gríðarlegat dýpt sem felst í hinum ótal sjónarhornum í sögum frá vígstöðvum og mannabyggðum í þessari bók og einnig í því að skoða hegðun og getu stríðsaðila á sem víðustu plani.  

 


mbl.is „Af hverju er þetta ekki löngu orðið til?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband