Hekla gaus með hálfs árs millibili 1980 og 81.

Ef einhverjir þeirra sem nú stjákla ofan á hrauninu og eldstöðvunum í Geldingadölum með þeirri hugsun að ólíklegt sé, að það komi aftur upp eldur á sama stað, er um að ræða skelfilegur misskilningur eins og Magnús Tumi Guðmundsson bendir á. 

Þannig gaus Hekla í ágúst 1980, en síðar aftur á útmánuðum 1981.  Síðara gosið var stundum kallað leynigosið, því að hvort tveggja var, að það var mun minna en hið fyrra, og veðrið slæmt.  

Farin var ein flugferð tii að reyna að ná myndum af því gosi, en ský og þoka hindruðu árangur. 

Eitt kraftmikið uppstreymi, sem kom undir flugvélina, varð til þess að snúið var við. 

Eitt sinn var sögð sú saga að í sjóorrustu einni forðum hafi sprengikúla skollið á þilfari herskips og gert gat á það. 

Stökk þá einn sjóliðanna til, stillti sér upp í gatinu og stóð þar. 

Þegar hann var spurður af hverju hann gerði þetta svaraði hann. "Þetta er skásti staðurinn á skipinu, því að Líkurnar á því að önnur sprengikúla lendi aftur á sama stað eru svo sáralitlar."

Þungamiðja í sálmi, sem síðuhafi er að vinna við, er ferskeytla, sem varð til í Grafarvogskirkju fyrir 17 árum. 

Þar var útför náins æskuvinar, sem hafði skyndilega fallið örendur fram á morgunverðarborðið heima hjá sér í hjartaáfalli. 

Þegar presturinn hugðist lyfta hendi yfir kistunni og fara með moldunartextann, féll einn af vinum hins látna, sem sat á fremsta bekk, fram fyrir sig og hafði fengið hjartaáfall. 

Athöfnin stöðvaðist við þetta drjúga stund á meðan sjúkralið kom á vettvang, hóf lífgunartilraunir og flutti sjúklinginn burtu. 

Þetta var eitt eftirminnilegasta atvik í kirkju sem hugsast gat. Sýndi, enginn lifandi maður er nokkru sinni alveg óhultur fyrir mætti örlaganna; ekki einu sinnni við jarðarför, og að orðtakið "enginn veit, hver annan grefur" er sannmæli. 

Á þeim tíma, sem allir kirkjugestir sátu þarna sem lamaðir, varð til þessi ferskeytla, sem varð að sálmi við útfarir fjögurra vina minna á næstu þrettán árum: 

 

"...Feigðin grimm um fjörið krefur; 

fátt er oft um svör. 

Enginn veit, hver annan grefur; 

örlög ráða för." 


mbl.is Líklegast að gos komi upp á sama stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbær þróun!? Endurnýjanleg og hrein orka!? Já, líka í öllum virkjunum!

Fyrsti pistillinn á þessari bloggsíðu fyrir fjórtán árum fjallaði um það stóra verkefni að vinda ofan af stærstu rányrkju Íslandssögunnar sem fólst í hrikalega "ágengri orkuöflun" í gufaaflsvirkjunum á Reyijanesskaga. 

Nú, fjórtán árum síðar hefur lítið sem ekkert breyst í þessum efnum og í stað þess að standa við stór orð, eins og núverandi umhverfisráðherra talar um, eru helstu ráðamenn heimsins leiddir til þess að vitna um hið gagnstæða við þessar virkjanir, stundum daglega eins og gerðist á tímabili síðastliðið haust. 

Í nýlegri Þeystareykjavirkjun fyrir norðan ýjaði forstjóri Landsvirkjunar að því að í stað þess að þar risi 300 megavatta gufuaflsvirkjun eins og syðra, væru 90 megavött látin nægja. 

Þar kvað við annan tón en hafði verið hjá heitustu virkjanasinnunum, sem hrópuðu hástöfum á ráðstefnum: "Þúsund megavött! Þúsund megavött!" 

Nýlega hrópaði sveitarstjóri ÖLfushrepps líka "þúsund megavött! Þúsund megavött!" í frétt á Stöð 2 og því var fylgt eftir með orðunum "Þúsund megavött", skráðum risaletri yfir þveran skjáinn. 

Að "Ísland leiði sjálfbæra orkuþróun" eru orðin tóm meðan þetta ástand, sem varað hefur alla þessa öld fram að þessu, verður óbreytt. 


mbl.is Ísland leiði sjálfbæra orkuþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband