Hinn samfelldi þrýstingur á endalausa virkjanasókn og aukna orkusölu.

Samfelldur þrýstingur á endalausa virkjanasókn í samræmi við trúna á nauðsyn veldishlaðinn hagvaxtar og neyslu hefur staðið það sem af er þessari öld. 

Samt er veldishaðinn hagvöxtur og neysla frumorsók þess umhverfisvanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Gengið er margfalt harðar fram í nýtingu helstu auðlinda, en samsvarar sjálfbærri þróun, mikilvægasta hugtaki 21. aldarinnar. 

En þótt sú rányrkja blasi við er haldið fram síharðnandi stefnu í orku- og loftslagsmálum, sem umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra hamrar á að halda þurfi til streitu.   

Skortur á raforku er sagður vera vegna þess að orkubúskapurinn sé að glíma við árstíðabundna niðursveiflu í miðlunarlónum. 

En hin raunverulega orsök er hins vegar augsjáanlega til kominn vegna þess að sífellt er verið semja um meiri og meiri orkusölu til orkufrekrar notkunar erlendra fyrirtækja á borð við gagnaverin, sem þurfa meiri og meiri orku.  

Þar ræður rafmyntarvöxtur miklu, en aldrei er minnst á hann, þótt hann sé vaxandi ógn við eðlilegt ástand á þessu sviði.  


mbl.is Fer gegn stefnu okkar í orku- og loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er "kjánalegt" við að friðlýsa Dranga og Drangaskörð?

Stór orð eru notuð um að Guðmundur Ingi Guðbrandsson skyldi skrifa undir friðlýsingu á jörðinni Dröngum í Árneshreppi meðan hann var í ráðherraembætti. 1313173

Sagt frá því að fulltrúi Árneshrepps hafi neitað að skrifa undir hana og haft eftir honum að honum þyki vinnubrögð hans kjánaleg. 

Lá þó meira en þriggja ára vinna á bak við þessa friðlýsingu. 

Á viðtengdri frétt á mbl.is er birt mynd af Drangaskörðum og þá vaknar spurningin hvað hafi verið svona kjánalegt við að skrifa undir friðlýsinguna.  


mbl.is Neitaði ekki að skrifa undir friðlýsinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband