Fámennið, sem tromp, varð að ókosti hjá "ómögulegum sjúklingi."

Nú virðist sjá fyrir endann á hinni stórbrotnu hugmynd, að Íslendingar gætu nýtt sér smæð þjóðarinnar og komist með því framhjá biðröð þjóðanna eftir bóluefni og verið fremstir allra. 

Upphaflega var smæð og samþjöppun þjóðarinnar á afskekktri eyju ætlað að vera aðal aðdráttaraflið fyrir alþjóðleg læknavísindi við tilraun, sem gagnast gæti öllum þjóðum ef vel tækist til.  

Menn sáu í hillingum hve magnað það yrði, að slá tvær flugur í einu höggi, verða settir í sérflokk meðal þjóðanna sem tilraunaverkefni og um leið með ríkuleg forréttindi. 

En nú talar Kári Stefánsson um það að með því að smittíðnin hrundi hér úr yfir 20 niður í aðeins eitt til tvö eða jafnvel ekkert á dag, sé til lítils sé að gera stóra tilraun með veikina ef hún er hætt að vera nokkur pest. 

Þetta minnir á ummæli Saxa læknis hjá Ladda sem heimfæra mætti upp á þjóðina:

"Þú ert ómögulegur sjúklingur, það er aldrei neitt almennilegt að þér."  


mbl.is Ekkert verður af rannsóknarverkefninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar byrjuðu spánska veikin, HIV smit og fleiri farsóttir nákvæmlega?

Vitað er að spánska veikin byrjaði ekki á Spáni og HIV tæplega í Bandaríkjunum.

Nefnt hefur verið að HIV hafi upphaflega byrjað í öpum í Afríku og einnig er talið að spánska veikin hafi fyrst byrjað að grassera í Bandaríkjunum, borist þaðan, meðal annars með hundruðum þúsunda hermanna sem voru sendir til vígstöðvanna í Frakklandi og þaðan barst hún svo áfram til Spánar og annarra landa. 

Það var af hernaðarástæðum sem reynd var að klína veikinni á Spán og Spánverja, vegna þess að árið 1918 stóð yfir úrslitaviðureignin á vesturvígstöðvunum og það var talin hætta á að aðeins nafnið eitt á veikinni kynni veikja baráttuþrek hermannanna á vígstöðvunum. 

Spánverjar voru hins vegar hlutlausir í báðum heimsstyrjöldunum. 

Vafasamt er að hægt hefði verið að finna nákvæmlega apann sem fyrstu var með HIV-veiruna. 

Ef hún varð til við stökkbreytingu líkt og COVID-19 er talin skyld SARS kórónaveirunni verður seint hægt að rekja upprunann alla leið. 

Og enda þótt sjálfsagt sé að rannsaka alla sjúkdóma sem best, er sennilega vafasamt að finna nákvæmlega fyrsta Bretann, sem fékk "breska afbrigðið."   


mbl.is Engin smit í Wuhan fyrir desember 2019
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástralskur hótelvörður erlent afbrigði af Landakoti?

COVID-19 veiran spyr ekki neinn um það, hvernig hann er skráður til heimilis eða atvinnu, þegar hún berst á milli fólks. 

Smá andblær getur borið úðann á milli, jafnvel þótt fjarlægðin sé meiri en tveir metrar. 

Nú þenur breska afbrigðið sig mjög í Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að faraldurinn hjaðni þar, heldur æsir hann þvert á móti upp.  

Hér á landi munum við enn eftir því hve afleiðingarnar af óvæntu smiti á Landakotsspítala urðu afdrifaríkar þar eem síst skyldi og óðasmitið vegna íþróttaæfingasalar þar á undan varð alveg ótrúlega skætt. 

Hótelvarðarsmitið í Ástralíu núna er enn eitt dæmið um það að veiran spyr ekki að nafni, heimilisfangi né vinnustað, heldur notar leiðir úðasmits og snertiflata nú sem fyrr. 


mbl.is 90% smitanna urðu vegna hótelvarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband