Skammsýni og aðför gegn alþjóðlegu gildi knattspyrnunnar.

Það má leggja mismunandi mælikvarða á vinsældir einstakra íþróttagreina, ef tala á um vinsælustu íþróttagrein heims og skoða jafnt iðkun íþróttarinnar sem gildi hennar í umfangi, áhorfi og þjóðlífi, er það ekki út i hött að segja að knattspyrnan sé vinsælasta íþróttagrein heims. 

Forsvarsmenn svonefndra stórliða eru komnir langt frá upprunanum þegar þeir einblína á peningaveldið, sem byggt hefur verið á þeim félögum, sem lengst hafa komist í keppninni um stóru titlana, en gleyma alveg sjálfum frumrótum fótboltans, allt niður í berfætt ungmenni í öllu því stóra og ólíka umhverfi sem jafnt fátækrahverfi stórborga sem byggðir og borgir í mestu efnahagsveldum og velferðarríkjum búa yfir og fóstrað hafa stórstjörnur. 

Síðuhafi gekk fyrir tilviljun fram á berfættan dreng í versta fátækrahverfi Maputoborgar í Mósambik fyrir um 15 árum og sá þennan dreng sýna töfrakúnstir með boltann, sem minntu á töfrakúnstir annars drengs, hugsanlega á sama götuhorni fimmtíu árum fyrr, sem varð að stærsta nafni Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 1966. 

Hvort tveggja, HM 66 og berfætti tötrum klæddi drengurinn hálfri öld síðar frá sömu borg, skópu ógleymanlegar minningar. 

Milljarðamæringarnir sem eiga ofurfélögin svonefndu sýna mikla skammsýni og græðgi með því að ætla að úthluta útvöldum knattspyrnufélögum rjómanum af þeim tekjum sem sprottið hafa í öndverðu úr röðum ungs hæfileikafólks um allan heim, sem ótal "smærri" félog hafa alið upp til þess að gleðja alþýðu manna og auðga mannlífið.   


mbl.is Hóta að beita samkeppnislögum gegn ofurdeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki árangur Færeyinga rannsóknarefni?

Bakslagið, sem núna er í sóttvarnarmálum okkar hlýtur að kalla á tvöfalda rannsókn; annars vegar í sambandi við ummæli Kára Stefánssonar og leka á landamærunum, og hins vegar samanburð við það hvernig Færeyingum hefur tekist til.  

Ástæða fyrir endurmati liggur ljós fyrir; hættan á fjórðu bylgjunni. 


mbl.is Í Færeyjum er lífið næstum eðlilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband