Risaskref afturábak.

Í gegnum veraldarsöguna hafa orðið til ýmsara hefðir, bæði diplómatískar og af öðrum toga, þar sem komið hefur verið á ýmsum aðferðum til þess að framkvæma ofbeldisfullar aðgerðir, svo sem framkvæmd hernaðar, á skaplegri hátt en ella. 

Þótt maðurinn telji sig standa stigi hærra en dýrin hvað siðferð snertir, má þó sjá ótal atriði í hegðnun dýra, þar sem þau fara á hólm við hvert annað til að útkljá deilur, en þó á þann hátt að sumt virðist ekki leyft sem gæti gengið of nærri þeim. 

Í slíkum viðureignum, svo sem í uppgjöri um goggunar- og virðingarröð í sleðahundaeykjum,særast hundarnir að vísu, en virðast þó forðast hörku sem leiði til dauða eða stóralvarlegra meiðsla.

Í bardagaíþróttum eins og júdói og hnefaleikum, eru sum atriði eins og högg undir beltisstað eða hnakkahögg ólögleg og refsiverð, en í júdói og fleiri íþróttum líkt því, er að vísu leyfilegt að taka andstæðingininn hengingartaki eða hliðstæðu banvænu taki eftir ákveðnum reglum sem tryggja andstæðingnum ráðrúm til að gefa merki um uppgjöf. 

Hnéþrýstitakið á hálsæðarnar, sem lögreglumaður beitti George Floyd, stóð í níu mínútur og gat þvi varla verið annað en gróft brot á reglum um meðferð á föngum. 

Sendiráð erlendra ríkja teljast vera hluti af yfirráðasvæði þeirra og um þau, uppgjöf fanga og varðveislu og meðferð þeirra, auk hinna mörgu reglna Genfarsáttmálans gildi, að þær hefa fengist lögfestar og virtar vegna þess að það er augljóslega miklu skynsamlegra fyrir alla málsaðila að gera það heldur en að beita þannig ítrasta fantaskap og hörku, að allir skaðist á því að lokum.

Þegar ófyrirleitinn þjóðhöfðingi eins og Lúkasjenkó lætur rjúfa friðinn í alþjóðlegu farþegaflugi með grófu valdi, sem tekur völdin af flugstjóranum á ólögan hátt; og í framhaldinu á þann hátt, að slíkt geti þróast upp í það að verða algengt, er stigið risaskref afturábak, sem mun skaða allar þjóðir, nema gripið verði ákveðið í taumana.   


mbl.is Flugvél þvinguð til lendingar í Minsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langalgengustu stórslys á vélhjólum og skottum vegna ölvunar og hjálmleysis.

Þegar gúglað er um slysatíðni á bifhjólum og rafhlaupahjólum kemur mikill munur á þeim og bílslýsum í ljós. 

Meira en helmingur af banaslysum og alvarlegum slysum á hjólum er vegna ölvunar eða vímuástands, fjórfalt hærri tíðni en á bílum.

Ástæðan er augljós eins og sést á einföldum samanburði:

Ölvaður maður á bíl ekur af stað og lendir á staur, og loftpúði blæs upp sem slysavörn. 

Sami ölvaður maður fer af stað á hjóli og dauðrotast á ljósastaur. 

Næst algengasta orsök banaslysa og alvarlegra slysa á hjólum er að ökumaður er ekki með hlífðarhjálm á höfði, nokkuð, sem augljóslega skiptir miklu minna máli í bíl. 

Þriðja algengasta orsök alvarlegra slysa á hjólum er að vera ekki í klossum með ökklavörn.

Þegar þessar þrjár aðalástæður alvarlegra slysa á hjólum eru lagðar saman kemur í ljós að ef þetta þrennt er í lagi, verður áhættan af því að aka bíl eða hjóli svipuð. 

Í viðtengdri frétt af tveimur rafhlaupahjólsslysum stinga ölvun og hjálmleysi í augun. 

Og nú þegar, í byrjun rafhlaupahjólabyltingarinnar, sýnir talning slysa, að flest slysin af völdum ölvunar. 


mbl.is Slösuðust á rafskútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband