Hundruđ milljarđa króna fara forgörđum í byggingariđnađinum.

Einnota neyslumenning er lýsing Önnu Maríu Bogadóttur á íslenskum byggingariđnađi, og dćmin eru bćđi mörg og stór í gegnum tíđina. Blokk 12 hćđa

Sem dćmi má nefna einingahús, sem flutt voru til landsins og voru hönnuđ fyrir allt ađrar veđurađstćđur er hér eru en seldust ljúflega af ţví ađ söluverđiđ virtist hagstćtt, en byggđist á skammsýni sem kallar á ađ húsin verđi ónýt á fáum áratugum. 

Árum saman var sparađ á Landsspitalanum međ ţví ađ vanrćkja viđhald, en útkoman ađ lokum varđ milljarđa tjón vegna ţessarar skammsýni.  

Fréttir af myglu og öđrum stórskemmdum á tiltölulega nýjum húsum eru ađ verđa ađ eilífđarmáli. 

Stundum deilist ávinningur af framförum ekki alveg rétt niđur. 

Á árunum 1958-1960 reisti byggingarsamvinnufélag stórmerka 12 hćđa íbúđablokki viđ Austurbrún og svipuđ blokk var ţá í smíđum viđ Sólheima. 

Austurbrúnarblokkin var svo snilldarlega einföld ađ síđuhafi getur rissađ hana upp fríhendis á blađi eđa servíettu. 

Í annars stórgóđum ţáttum Egils Helgasonar í sjónvarpi um íslensk hús gleymdust Austurbrúnarblokkirnar ţrjá ţví miđur.  

Sparnađurinn viđ hverja blokk sést vel á tímanum, sem tók ađ reisa ţćr međ skriđmótunum, sem voru nýjung.  

Fyrsta hćđin reis á tćpum mánuđi, önnur hćđin á ţremur vikum, ţriđja hćđin á hálfum mánuđi og tíminn styttist enn meira međ hverri hćđ.  

En innan byggingarsamvinnufélagsins skiptist ábatinn ekki alveg jafnt á milli félagsmanna, sem áttu ţess kost ađ vinna gegn kaupi viđ bygginguna. 

Iđnađarmennirnir í félaginu fengu greitt eftir uppmćlingu en ađrir félagsmenn eftir tímakaupi. 

Ţađ var svosem ekkert ađalatriđi í okkar augum heldur máttu samheldnin og baráttuandinn sín mest.

Myndin hér ađ ofan er ađ vísu ekki af Austurbrúnarblokk heldur líkast til af blokk viđ Sólheima, ţar sem skriđmótin nuu sín líka vel.    

Heildarmyndin var skýr: Á einfaldan hátt var framkvćmd bylting sem var akkur fyrir almannahagsmuni. 


mbl.is Byggingariđnađinn skorti framtíđarsýn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvenćr fá fleiri ađ greiđa atkvćđi um svona mál?

Tvennt hefur valdiđ meiri usla í evrópskum borgum í ríflega hálfa öld en flest annađ. Annars vegar hin hrikalega eyđilegging sem loftárásir ollu, en á eftir ţeim kom lúmskari tortíming sem fólst í ţví ađ má sem kyrfilegast allt hiđ gamla út og hrúga upp risasteinkumböldum í formi steinsteypu, stáls og glers. 

Litlu munađi ađ ţetta tćkist gagnvart Bernhöftstorfunni viđ Lćkjargötu, en međ tímamóta andófi tókst ađ afstýra ţví. 

En ekkert lát hefur samt veriđ í raun á ţví skilningsleysi gagnvart sameiginlegri reynslu og umverfi kynslóđanna sem sjá má merki um hvarvetna í borgarlandinu.   

Fjölbreytnin er mikil, allt frá Austurbćjarbíói til lágreistra húsa viđ Laugaveg og víđar. 

Sumu tókst ađ bjarga, en miklu fleira var eyđilagt. 

Nú má sjá ađ Akureyringar hafa fengiđ ađ greiđa atkvćđi um hluta bćjarins. 

Hvenćr gerist svipađ hér fyrir sunnan?


mbl.is Akureyringar kusu gegn skipulagi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Besti aldurinn" til ađ fljúga er býsna langur.

Aldur skiptir mun minna máli en margur heldur hvađ varđar ţađ ađ fljúga flugvélum. Á sínum tíma fékk Sverrir Ţóroddsson leyfi til ađ fljúga svifflugu í einliđaflugi talsvert fyrr en honum leyfđist ađ stýra bíl. TF-ROS, Léttfeti

Dagfinnur heitinn Stefánsson hélt einkaflugmannsskírteini sínu viđ fram á tírćđisaldur, og kominn vel á nírćđisaldur gerđi Magnús Norđdal listflugćfingar á borđ viđ ýmsar útgáfur af Lomcovak, sem meira ađ segja bestu listflugmennn okkar treystu sér ekki til ađ gera. 

Bob Hoover framkvćmdi listflugsatriđi á tveggja hreyfla flugvél allt fram um áttrćtt, sem engum flugmanni á neinum aldri hefur tekist ađ leika eftir.  

Myndin hér ađ ofan er tekin í gćrkvöldi ţegar tveir af ţörfustu ţjónum síđuhafa voru teknir til kostanna. 

Annars vegar rafknúiđ léttbifhjól af gerđinni Super Soco LUx sem getur komist austur fyrir fjall og til baka aftur međ ađeins 40 króna orkukostnađi,  og hins vegar fjögurra sćta frönsk flugvél, Jodel 1050, sem getur boriđ fjóra fullorđna međ ítrustu sparneyhtni ţótt hreyfillinn sé ađeins 100 hestöfl. 

Hún er rúmlega 100 kílóum léttari en samsvarandi vélar og á ţađ međal annars ađ ţakka, ađ vera úr undraefni sem nefnist tré, krossviđur.  


mbl.is Fékk flugmannsstarf ađeins tvítug
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 1. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband