Hundruð milljarða króna fara forgörðum í byggingariðnaðinum.

Einnota neyslumenning er lýsing Önnu Maríu Bogadóttur á íslenskum byggingariðnaði, og dæmin eru bæði mörg og stór í gegnum tíðina. Blokk 12 hæða

Sem dæmi má nefna einingahús, sem flutt voru til landsins og voru hönnuð fyrir allt aðrar veðuraðstæður er hér eru en seldust ljúflega af því að söluverðið virtist hagstætt, en byggðist á skammsýni sem kallar á að húsin verði ónýt á fáum áratugum. 

Árum saman var sparað á Landsspitalanum með því að vanrækja viðhald, en útkoman að lokum varð milljarða tjón vegna þessarar skammsýni.  

Fréttir af myglu og öðrum stórskemmdum á tiltölulega nýjum húsum eru að verða að eilífðarmáli. 

Stundum deilist ávinningur af framförum ekki alveg rétt niður. 

Á árunum 1958-1960 reisti byggingarsamvinnufélag stórmerka 12 hæða íbúðablokki við Austurbrún og svipuð blokk var þá í smíðum við Sólheima. 

Austurbrúnarblokkin var svo snilldarlega einföld að síðuhafi getur rissað hana upp fríhendis á blaði eða servíettu. 

Í annars stórgóðum þáttum Egils Helgasonar í sjónvarpi um íslensk hús gleymdust Austurbrúnarblokkirnar þrjá því miður.  

Sparnaðurinn við hverja blokk sést vel á tímanum, sem tók að reisa þær með skriðmótunum, sem voru nýjung.  

Fyrsta hæðin reis á tæpum mánuði, önnur hæðin á þremur vikum, þriðja hæðin á hálfum mánuði og tíminn styttist enn meira með hverri hæð.  

En innan byggingarsamvinnufélagsins skiptist ábatinn ekki alveg jafnt á milli félagsmanna, sem áttu þess kost að vinna gegn kaupi við bygginguna. 

Iðnaðarmennirnir í félaginu fengu greitt eftir uppmælingu en aðrir félagsmenn eftir tímakaupi. 

Það var svosem ekkert aðalatriði í okkar augum heldur máttu samheldnin og baráttuandinn sín mest.

Myndin hér að ofan er að vísu ekki af Austurbrúnarblokk heldur líkast til af blokk við Sólheima, þar sem skriðmótin nuu sín líka vel.    

Heildarmyndin var skýr: Á einfaldan hátt var framkvæmd bylting sem var akkur fyrir almannahagsmuni. 


mbl.is Byggingariðnaðinn skorti framtíðarsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær fá fleiri að greiða atkvæði um svona mál?

Tvennt hefur valdið meiri usla í evrópskum borgum í ríflega hálfa öld en flest annað. Annars vegar hin hrikalega eyðilegging sem loftárásir ollu, en á eftir þeim kom lúmskari tortíming sem fólst í því að má sem kyrfilegast allt hið gamla út og hrúga upp risasteinkumböldum í formi steinsteypu, stáls og glers. 

Litlu munaði að þetta tækist gagnvart Bernhöftstorfunni við Lækjargötu, en með tímamóta andófi tókst að afstýra því. 

En ekkert lát hefur samt verið í raun á því skilningsleysi gagnvart sameiginlegri reynslu og umverfi kynslóðanna sem sjá má merki um hvarvetna í borgarlandinu.   

Fjölbreytnin er mikil, allt frá Austurbæjarbíói til lágreistra húsa við Laugaveg og víðar. 

Sumu tókst að bjarga, en miklu fleira var eyðilagt. 

Nú má sjá að Akureyringar hafa fengið að greiða atkvæði um hluta bæjarins. 

Hvenær gerist svipað hér fyrir sunnan?


mbl.is Akureyringar kusu gegn skipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Besti aldurinn" til að fljúga er býsna langur.

Aldur skiptir mun minna máli en margur heldur hvað varðar það að fljúga flugvélum. Á sínum tíma fékk Sverrir Þóroddsson leyfi til að fljúga svifflugu í einliðaflugi talsvert fyrr en honum leyfðist að stýra bíl. TF-ROS, Léttfeti

Dagfinnur heitinn Stefánsson hélt einkaflugmannsskírteini sínu við fram á tíræðisaldur, og kominn vel á níræðisaldur gerði Magnús Norðdal listflugæfingar á borð við ýmsar útgáfur af Lomcovak, sem meira að segja bestu listflugmennn okkar treystu sér ekki til að gera. 

Bob Hoover framkvæmdi listflugsatriði á tveggja hreyfla flugvél allt fram um áttrætt, sem engum flugmanni á neinum aldri hefur tekist að leika eftir.  

Myndin hér að ofan er tekin í gærkvöldi þegar tveir af þörfustu þjónum síðuhafa voru teknir til kostanna. 

Annars vegar rafknúið léttbifhjól af gerðinni Super Soco LUx sem getur komist austur fyrir fjall og til baka aftur með aðeins 40 króna orkukostnaði,  og hins vegar fjögurra sæta frönsk flugvél, Jodel 1050, sem getur borið fjóra fullorðna með ítrustu sparneyhtni þótt hreyfillinn sé aðeins 100 hestöfl. 

Hún er rúmlega 100 kílóum léttari en samsvarandi vélar og á það meðal annars að þakka, að vera úr undraefni sem nefnist tré, krossviður.  


mbl.is Fékk flugmannsstarf aðeins tvítug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband