Eðlilegar og einfaldar skýringar um "þotuna"?

Nú eru aðeins tveir mánuðir til kosninga. Vanda þarf eftir föngum til samstarfs flokka í ríkisstjórn, einkum vegna erfiðustu og mikilvægustu málanna. 

Slíkan fund þurfti að halda sem fyrst, og mátti raunar ekki seinna vera. 

Nú hefur verið upplýst, að af netöryggisástæðum hefði ekki verið hægt að halda fjarfund. 

Það gefur auga leið, að mikilsvert var að sem allra flestir ráðherrar sætu fundinn og hefðu sem jafnasta aðstöðu til að rökræða viðfangsefnið sem best, ekki síst þar sem um er að ræða stefnumarkandi aðgerðir sem þurfa að nýtast vel til framtíðar. 

Á hinn bóginn má líka velta fyrir sér, hvort ráðherrarnir hefðu getað forgangsraðað verkefnum sínum betur, einmitt til þess að víkja öðru til hliðar og láta þennan fund um sóttvarnarstefnuna hafa forgang, jafnvel með því að flytja fundinn til Reykjavíkur. 

Upphæðirnar, sem eru í gangi hvað snertir ferðakostnað geta verið býsna háar, jafnvel þótt um sé að ræða það að ríkið borgi fyrir afnot einkabíla þingmanna eða annarra ríkisstarfsmanna eftir viðurkenndum taxta.  

Hann er líkast til um 120 któnur á ekinn kílómetra, og myndi því upphæðin nema um 160 þúsund krónum fyrir bíl fram og til baka milli Reykjavíkur og Egilsstaða eða um hálfa milljón fyrir þrjá bíla. 

Í slíku tilfelli er ferðatíminn orðinn að stóru atriði, minnst hátt í tveir vinnudagar. 

Um málið gildir það, að allra hagur að sem best gangi við að vinna verkið. 

Skrúfuþotan, sem leigð var, var sú minnsta og nettasta sem í boði var, en samt sú fljótasta og sparaði að því leyti til mestan tíma fyrir ráðherrana og samverkafólk þeirra. 

Það leiðir aftur á móti til þess að athuga betur dæmi, sem hugsanlega var nokkuð flókið en gat kannsi samt verið einfalt; að halda þennan mikilvæga stefnumarkandi fund í Reykjavík. 


mbl.is Fjarfundur hefði ekki staðist öryggiskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þotan" lifir áfram góðu lífi.

Enn er verið að fjalla drjúgum um "þotuna" sem ríkisstjórnin tók á leigu í dag.  

Þetta orðalag er meira en lítið ónákvæmt því að farþegaflug í heiminum er rekið með þremur megintegundum af flugvélum: 

1. Flugvélar með bulluhreyflum. 

2. Aflmeiri og hraðskreiðari flugvélum, sem líka eru knúnar áfram af flugvélaskrúfum en eru eins konar millistig milli bulluhreyflavéla og þotna, en þoturnar eru aftur á móti miklu hraðfleygari og háfleygari en skrúfuþotur. 

3. Farþegaþotur, sem eyða mun meira eldsneyti en komast hærra og hraðar. 

Með því að staglast á því að vélin sem flaug með ráðherrana hafi verið þota, er verið að gefa í skyn að um hámarksbruðl hafi verið að ræða. 

Vísað er til annars bloggpistils hér á síðunni um stærð skrúfuvélarinnar sem notuð var, sem var áreiðanlega lang besti kosturinn til þess að sem flestir ráðherrar gætu komið saman til þess að taka jafn stóra ákvörðun og þurfti að taka og það sem fyrst. 


mbl.is Ríkisstjórnin tók þotu á leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tiltölulega lítil skrúfuþota, mun minni en Fokkerinn var.

Eðlilegt er að einhverjum hnykki við þegar það fréttist að ríkisstjórnin leigi heilmikla farþegaþotu til að flytja sig til og frá Egilsstöðum. 450px-Sun-Air_Do-328

En i þessi Dornier-skrúfuþota er ekki þota og hvergi nærri af sömu stærð og þoturnar, sem notaðar eru í millilandafluginu, heldur meira að segja töluvert minni skrúfuþota en Fokker F50 var á sínum tíma og er til dæmis einu sæti mjórri, eins og á að sjást á meðfylgjandi mynd. EM_Vision_Air_DO328_(3108438070) 

Hvað afköst snertir vinnur hún þessa smæð upp að hluta með því að vera alveg einstaklega hraðfleyg með sína 30-33 farþega.  


mbl.is Ráðherrar fljúga til fundarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn óhagganlegi þverpólitíski þingmeirihluti: Þau sem eru í "öruggum sætum."

Þegar unnið var að gerð nýrrar stjórnarskrár 2011 varpaði síðuhafi því upp í umræðunni, að enda þótt þingmeirihluti kynni að virðast öruggur um nýja og góða stjórnarskrá, væri það í raun annar og þverpólitískur þingmeirihluti, sem ráða myndi úrslitum hverju sinni: 

Það væru þeir frambjóðendur sem gætu setið rólegir heima hjá sér áhyggjulauir á kosninganott í trausti þess að þeir "væru í öruggu sæti." 

Þegar á hólminn væri komið í afgreiðslu stjórnarskrár með beinu lýðræði myndi hver þingmaður um sig velta því fyrir sér, hvrenig hann færi sjálfur út úr kosningakerfi, þar sem þeir réðu röð á listum sem röðuðu nöfnum hinna kjörnu beint í kjörklefanum. 

Þrátt fyrir allt lýðræðistalið vegur óttinn við hugsanlegt vald kjósenda þungt í hugum þeirra stjórnmálamanna sem eiga sitt undir því. 

Og þrátt fyrir skort á beinu lýðræði hefur margur frammámaðurinn stundum farið flatt í kjörklefanum. 

Tryggvi Þórhallsson, sem verið hafði forsætisráðherra, féll fyrir hinum kornunga Hermanni Jónassyni í Strandasýslu 1934. 

Emili Jónsson forsætisráðherra féll fyrir hinum kornunga Matthíasi H. Matthíassyni í Hafnarfirði 1959. 

Jón Pálmason, forseti sameinaðs Alþingis féll fyrir hinum hressa Birni Pálssyni í Austur-Húnavatnssýslu í sömu sumarkosningum. 

Ef rétt er munað komst Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins ekki á þing 2007. 

 


mbl.is Tveir ráðherrar í bráðri fallhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband