Ítalir áttu bestu spretthlaupara heims um skeið.

Það eru ekki margar þjóðir, sem státa af því að hafa átt bestu spretthlaupara heims.

Helsta ástæða þess er sú sem Ameríkanar, aðallega Bandaríkjamenn og Jamaíkumenn hafa löngum lagt á það mikla áherslu að ráða jafnan yfir öflugri forystu í þessum greinum. 

Á Ólympíuleikunum 1948 skörtuðu Jamaíkumenn bestu spretthlaupurunum um árabil sem blómstruðu í öllum þremur greinunum en þó einkum í 100 og 400 þar sem nöfnin Arthur Wint og Herbert Mc Kenley ljómuðu skært.

Gamlir straumar hríslast nú um þá í elstu kynslóð Ítala og Þjóðverja sem muna eftir tveimur ítölskum snilldarhlaupurum og einum þýskku í kringum 1960 og þar á eftir, þeim Livio Berutti sem vann gull í 200 m á OL 1960 og Pietro Mennea, sem vann gull í 200 í Moskvu 1980 og átti stórgott heimsmet í 200, 19.72 sek. Þjóðverjar áttu sinn Armin Hary sem náði gulli í 100 m á OL í Róm 1960. 

Sovétríkjunum tókst að unga út Borzof á áttunda áratugnum. 

En ítalska spretthlauparagullöldin er nú svo fjarri í tímanum að þeim fer mjög fækkandi sem muna eftir stílnum, sem yfir þeim var, svo sem að hlaupa til sigurs með sólgleraugu.s 


mbl.is Ítalinn vann afar óvænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband