Ríkjandi húsgagnatíska er að stórum hluta röng og skaðleg fyrir notendur. .

Til er fræðigrein, sem á erlendu máli er nefnd ergonomi og lýtur að því hvaða stærðarhlutföll og tilhögun húsgagna og búnaðar innanhúss eða um borð í bílum séu þægilegust og nytsamlegust fyrir notendur.  

Sem dæmi má nefna sæti í farartækjum, þar sem ríkja ákveðin og ófrávíkjanleg lögmál um setlengd og setbreidd og hæð frá setu upp í loft og frá sætisbrún niður í gólf ef sætið og setið á á vera sem þægilegast.  

Til þess að sætið falli vel að lærum farþega, þarf setan að vera minnst 45 sm, og ekki neira en 50 sm.DSC00266  

Hæð frá setu upp í loft verður helst að vera meiri en 90 sm, og hæð frá gólfi upp á sætisbrún helst í kringum 45 sm.  

Breidd sætis má helst ekki vera minni en 43 sm. Það er hægt að rissa upp einfalda mynd af þessu.  

Nú mætti ætla, að hönnuður sæta og bekkja hlíttu þessum lögmálum um hlutföll í líkömum notenda, en það er nú eitthvað annað. 

Í gangi virðist tíska sem lýtur að því að hafa set í stólum og sófum 60 sm eða meira, en það kemur alveg í veg fyrir að hægt sé að sitja öðruvísi en afar óþægilega í þeim.

Einna hastarlegast er að sjá svona húsögn á heilbrigðisstofnunum.   

Í jafnvel dýrustu bílum má víða sjá svo illa hönnuð sæti, að enginn stuðningur er undir lærin, en hann er forsenda fyrir því að geta setið á viðunandi hátt í sætunum,  

Þetta veldur verkjum í baki, jafnvel hjá hraustu fólki, hvað þá bakveikum. 

Tískuhönnuðunum og framleiðendunum virðist skítsama, og notendurnir eru blekktir með því að halda fram svona skaðlegri tísku. 


mbl.is Hönnunargoðsögn gefur út nýja línu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framfarirnar virðast nú vera mestar hjá dýrustu rafbílunum.

Þegar Nissan Leaf seldist vel hér í upphafi rafbílabyltingarinnar var rafhlaða hans aðeins 24 kílówattstundir og raundrægnin við íslenskar aðstæður gat dottið niður í rúmlega 100 kílómetra. 

Síðan hefur úrvalið stórbatnað og flestir rafbílar geta státað af 300 til 400 kílómetra drægni. 

Á þeim tíma sem Mitsubishi Outlander seldist einna best af tengiltvinnbílunum voru rafhlöður flestra slíkra bíla aðeins á annan tug kílóvattstunda og drægnin við íslenskrar aðstæður aðeins nokkrir tugir kílómetra. 

Síðan þá hafa átt sér stað framfarir hjá dýrustu bílunum, sem draga mjög úr hættunnni á því að þeim sé að mestu ekið fyrir bensínafli. 

Er nú svo komið að sá tengiltvinnbíll, sem lengst dregur á rafmagninu einu kemst yfir 100 kílómetra, og gefur auga leið að slíkur bíll kærkominn ávinning hvað það snertir að hægt að aka honum á rafaflinu einu. 

Eftir stendur að auka framfarir í úrvali ódýrari rafbíla, en erfitt er að bjóða slíka nema án möguleika til hraðhleðslu. 

Síðuhafi hefur nú sex ára reynslu af akstri slíks bíls, sem aðeins er hægt að hlaða með heimilisrafmagn, Tazzari Zero tveggja manna bíl, sem kostaði nýr um tvær milljónir. 

BL hefur flutt inn svipaða smávaxna rafbíla af gerðinni Invicta, sem mældust í prófun síðuhafa með ríflega 115 kílómetra drægni á 18 kílóvattstunda rafhlöðum og kostuðu 2,4 milljónir. 

En tveggja manna rafbílar á borð við Renault Twizy og Citroen Ami / Opel Rocks-e hafa ekki enn selst hér og er því enn einhver bið eftir "rafbíl litla mannsins" og helst að vonast til að aukið framboð á vel með förnum notuðum rafbílum kunni að bæta eitthvað úr. 


mbl.is EQS hápunktur í haustferð Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband