Ríkjandi húsgagnatíska er að stórum hluta röng og skaðleg fyrir notendur. .

Til er fræðigrein, sem á erlendu máli er nefnd ergonomi og lýtur að því hvaða stærðarhlutföll og tilhögun húsgagna og búnaðar innanhúss eða um borð í bílum séu þægilegust og nytsamlegust fyrir notendur.  

Sem dæmi má nefna sæti í farartækjum, þar sem ríkja ákveðin og ófrávíkjanleg lögmál um setlengd og setbreidd og hæð frá setu upp í loft og frá sætisbrún niður í gólf ef sætið og setið á á vera sem þægilegast.  

Til þess að sætið falli vel að lærum farþega, þarf setan að vera minnst 45 sm, og ekki neira en 50 sm.DSC00266  

Hæð frá setu upp í loft verður helst að vera meiri en 90 sm, og hæð frá gólfi upp á sætisbrún helst í kringum 45 sm.  

Breidd sætis má helst ekki vera minni en 43 sm. Það er hægt að rissa upp einfalda mynd af þessu.  

Nú mætti ætla, að hönnuður sæta og bekkja hlíttu þessum lögmálum um hlutföll í líkömum notenda, en það er nú eitthvað annað. 

Í gangi virðist tíska sem lýtur að því að hafa set í stólum og sófum 60 sm eða meira, en það kemur alveg í veg fyrir að hægt sé að sitja öðruvísi en afar óþægilega í þeim.

Einna hastarlegast er að sjá svona húsögn á heilbrigðisstofnunum.   

Í jafnvel dýrustu bílum má víða sjá svo illa hönnuð sæti, að enginn stuðningur er undir lærin, en hann er forsenda fyrir því að geta setið á viðunandi hátt í sætunum,  

Þetta veldur verkjum í baki, jafnvel hjá hraustu fólki, hvað þá bakveikum. 

Tískuhönnuðunum og framleiðendunum virðist skítsama, og notendurnir eru blekktir með því að halda fram svona skaðlegri tísku. 


mbl.is Hönnunargoðsögn gefur út nýja línu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband