Hershöfðingjar hafa oft fengið að taka pokann sinn.

Valdamestu ráðamenn í alræðisríkjum hafa oft gripið til þess ráðs þegar gengið hefur ekki verið sem best á vígstöðvunum að láta hershöfðingja sína taka pokann sinn og gert svipaðar ráðastafanir. 

Reyndar þarf ekki alræðisríki til að slíkt sé gert, svo sem þegar Harry S Truman rak stríðshetjuna Douglas Md Arthur úr starfi yfirhershöfðingja Bandaríkjahers og þar með herafla undir nafni Sameinuðu þjóðanna í Kóreustríðinu. 

Ástæðan var að vísu ekki slakt gengi á vígvellinum, heldur skoðanaágreiningur um það hvort beita ætti kjarnorkuvopnum gegn kínverskum "sjálfboðaliðum" sem komu Norður-Kóreumönnum til hjálpar þegar her Mc Arthurs var kominn langleiðina með að leggja Norður-Kóreu undir sig. 

Truman sýndi bæði hugrekki og framsýni þegar hann rak sinn dáða hershöfðingja og gaf með því fordæmi, sem gilt gæti einmitt nú í Úkraínu þegar notkun kjarnorkuvopna er rædd beggja vegna víglínunnar. 

Adolf Hitler var kannski atkvæðamestur í að víkja hershöfðingjum sínum til hliðar þegar þeir hlýðnuðust honum ekki. 

Heinz Guderian var einna snjallastur skriðdrekasveitstjórnenda í stríðinu, bæði á vesturvígstöðvunum og austurvígstöðvunum en andmælti þó yfirboðurum sínum bæði í hraðsokninni miklu til strandar í Frakklandi vorið 1940, þegar hann fékk ekki að halda áfram á fullri ferð til að taka Dunkirk. 

Enn í dag er deilt um þá ákvörðun Hitlers og Rundsteds að stoppa herinn í hálfan annan sólarhring. 

Enn alvarlegri varð ágreiningur Hitlers og Guderians þegar Hitler skipaði honum að stansa á hraðri ferð sveita hans í áttina til Moskvu, taka meira en vinkilbeygju suður til Ukraínu og loka þar inni hátt í milljón hermanna. 

Þetta tafði sóknina til Moskvu um meira en mánuð og reyndist það ðrlagaríkt.

Guderian fékk á baukinn fyrir þetta og féll í ónáð.  


mbl.is Rússar skipa nýjan hershöfðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævinlega miklir möguleikar í fragtfluginu.

Eitt af gagnrýnisefnum, sem borin voru fram þegar Icelandair keypti BOeing 737 Max var hve litið vélin gat borið umfram farþegana sjálfa.

Lággjaldaflugfélög hafa reynt ýmis ráð til að bregðast við þessu, meðal annars að auka möguleika farþeganna í fargjöldum með því að gefa þeim kost á að hafa einungis smáar töskur í handfarangursstærð meðferðis í flugferðum. 

Annar möguleiki er síðan sá að kaupa breiðþotur og setja sem mest fragtflug yfir á þær. 

Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvöllur í hagkvæmri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli er síðan afar mikið, því að í sambærilegum brottförum erlendis er úr gnægð flugvalla að velja sem varaflugvelli 

Þetta atriði er eitt af því marga, sem andófsmenn gegn Reykjavíkurflugvelli virðast hvorki getað né viljað kynna sér. 


mbl.is Icelandair Cargo fær stærri vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband