Hershöfðingjar hafa oft fengið að taka pokann sinn.

Valdamestu ráðamenn í alræðisríkjum hafa oft gripið til þess ráðs þegar gengið hefur ekki verið sem best á vígstöðvunum að láta hershöfðingja sína taka pokann sinn og gert svipaðar ráðastafanir. 

Reyndar þarf ekki alræðisríki til að slíkt sé gert, svo sem þegar Harry S Truman rak stríðshetjuna Douglas Md Arthur úr starfi yfirhershöfðingja Bandaríkjahers og þar með herafla undir nafni Sameinuðu þjóðanna í Kóreustríðinu. 

Ástæðan var að vísu ekki slakt gengi á vígvellinum, heldur skoðanaágreiningur um það hvort beita ætti kjarnorkuvopnum gegn kínverskum "sjálfboðaliðum" sem komu Norður-Kóreumönnum til hjálpar þegar her Mc Arthurs var kominn langleiðina með að leggja Norður-Kóreu undir sig. 

Truman sýndi bæði hugrekki og framsýni þegar hann rak sinn dáða hershöfðingja og gaf með því fordæmi, sem gilt gæti einmitt nú í Úkraínu þegar notkun kjarnorkuvopna er rædd beggja vegna víglínunnar. 

Adolf Hitler var kannski atkvæðamestur í að víkja hershöfðingjum sínum til hliðar þegar þeir hlýðnuðust honum ekki. 

Heinz Guderian var einna snjallastur skriðdrekasveitstjórnenda í stríðinu, bæði á vesturvígstöðvunum og austurvígstöðvunum en andmælti þó yfirboðurum sínum bæði í hraðsokninni miklu til strandar í Frakklandi vorið 1940, þegar hann fékk ekki að halda áfram á fullri ferð til að taka Dunkirk. 

Enn í dag er deilt um þá ákvörðun Hitlers og Rundsteds að stoppa herinn í hálfan annan sólarhring. 

Enn alvarlegri varð ágreiningur Hitlers og Guderians þegar Hitler skipaði honum að stansa á hraðri ferð sveita hans í áttina til Moskvu, taka meira en vinkilbeygju suður til Ukraínu og loka þar inni hátt í milljón hermanna. 

Þetta tafði sóknina til Moskvu um meira en mánuð og reyndist það ðrlagaríkt.

Guderian fékk á baukinn fyrir þetta og féll í ónáð.  


mbl.is Rússar skipa nýjan hershöfðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband