Góð byrjun, en það þarf líka að auka birtu og flæði lýsingarinnar í næturmyrkrinu.

Fyrir aldarfjórðungi var farið út í kaldan útreikning á því hvert meðaltjónið væri við banaslys hér á landi. 

Miðað við uppreiknað dæmi í samræmi við verðgildi krónunnar er líklegt að þessi upphæð slái í einn milljarð króna. 

Þess vegna er það fagnaðarefni að Reykjavíkurborg mun, í öllum niðurskurðinum núna, lengja lýsinginguna í myrkrinu.   

En þó má betur gera, því að auk þessa er brýnt að bæta lýsinguna verulega allan tímann, sem myrkur er, og eyða með því illa lýstum stöðum og svæðum.  


mbl.is Ljósastaurar munu lýsa lengur í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnd veiði en ekki gefin.

Dæmin um sýnda veiði en ekki gefna eru ótal mörg í sögu hinnar hamslausu eftirsóknar jarðarbúa eftir vaxandi neynslu og tilsvarandi hagvexti.  

Sumt hefur reynst afbrigði af Frankenstein eins og til dæmis tilkoma plastsins, sem flest átti að leysa og hefur reyndar gert það í þeim mæli að þessi pistill er pikkaður á tölvu sem er úr því efni. 

Nú horfa menn ráðþrota á þennan uppvakning vera byrjaðan að éta allt lífríki jarðar innan frá og er hin plastumvafða Eldey eitt af nýjustu dæmunum. 

Þar hefur hin grandalausa súlumergð fallið fyrir nytsemi plastsins við hreiðurgerð, sem kostar líf margra fuglanna, sem flækjast og festast í þessu aðskotaefni og hljóta langdreginn og kvalafullan dauðdaga. 

Framundan sést fátt nema stjórnlaus innrás plast- og trefjaefna inn í okkur sjálf í formi örplasts, og plastið sækir meira að segja fram á jöklunum. 

Í pistli á undan þessum er minnst á kjarnorkuna sem öll orkuvandamál átti að leysa fyrir sjötíu árum en er í raun óendurnýjanleg auðlind. 


Sýnd veiði en ekki gefin.

Dæmin um sýnda veiði en ekki gefna eru ótal mörg í sögu hinnar hamslausu eftirsóknar jarðarbúa eftir vaxandi neynslu og tilsvarandi hagvexti.  

Sumt hefur reynst afbrigði af Frankenstein eins og til dæmis tilkoma plastsins, sem flest átti að leysa og hefur reyndar gert það í þeim mæli að þessi pistill er pikkaður á tölvu sem er úr því efni. 

Nú horfa menn ráðþrota á þennan uppvakning vera byrjaðan að éta allt lífríki jarðar innan frá og er hin plastumvafða Eldey eitt af nýjustu dæmunum. 

Framundan sést fátt nema stjórnlaus innrás plast- og trefjaefna inn í okkur sjálf í formi örplasts, og plastið sækir meira að segja fram á jöklunum. 

Í pistli á undan þessum er minnst á kjarnorkuna sem öll orkuvandamál átti að leysa fyrir sjötíu árum en er í raun óendurnýjanleg auðlind. 


mbl.is Hvað felst í „stórkostlegri vísindauppgötvun“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband