Kóreustríðið var þrisvar sinnum lengra en ella vegna samningaþófs.

Við það að lesa stórmerka bók Max Hastings um Kóreustríðið kemur vel fram í henni, að eftir að Norður-Kóreumenn höfðu verið hársbreidd því að leggja allan skagann undir sig sumarið 1950, en óvænt tókust viðbrögð herafla undir merki Saneinuðu þjóðanna gegn árásinni svo vel að litlu munaði að her þeirra legði alla Norður-Kóreu undir sig. 

En þá gripu Kínverjar inn í og víglínan færðist um veturinn allt suður fyrir landamærin allt til Seoul, en á árinu 1951 varð niðurstaðan pattstaða í stöðu, sem var mjög nærri upphaflegri landamæralínu milli Suður- og Norður-Kóreu. 

Næstu tvö ár fóru síðan í hörmulegt framhald þessa stríðs sem að lokum endaði með vopnahléi, sem enn stendur án þess að tekist hafi að gera friðarsamninga. 

Því miður virðist svipað geta gerst í Úkraínu.  Og ekki bara það, mun erfiðara verður að stöðva stríðið í Úkraínu með sína flóknu skiptingu milli yfirráðasvæða.   

Í Kóreustríðinu tókst að afstýra því að kjarnorkuvopn yrðu notuð, og svipuð ógn vofir yfir nú. 


mbl.is Pútín „getur ekki unnið á vígvellinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Qui bono?" vegur þungt.

Rómverjar skoðuðu oft hagsmunaatriði í sakamálarannsóknum og hjá Bandaríkjamönnum varð setningin "follow the money" afsprengi þess. 

Í öllum samsæriskenningum varðandi morðið á Kennedy glyttir í slík atriði varðandi morðið, og þar með, að einn maður öðrum fremur, varaforsetinn Lyndon B. Johnson, lyftist úr algerlegu áhrifaleysi til æðstu metorða og afreka við morðið. 

Hann vann meiri afrek í mannréttindaálum blökkumanna en nokkur annar forseti fyrr eða síðar, og nýtti sér óspart píslavættisdauða forvera sinn, meðal annars í frægri ræðu sinni þegar lögin voru samþykkt á þingi. 

Hagsmunir Johnsons vega þó einir ekki það þungt að það eitt nægi til að leysa ráðgátuna um morðið á Kennedy.  

Ein af seinni tilgátum um málið færir rök að því, að slysaskot úr byssu öryggisvarðar í bíl fyrir aftan bíl forsetans hafi hitt hann í hnakkann og verið banaskotið.  


mbl.is Leynileg skjöl vegna morðsins á Kennedy birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband