Kóreustríðið var þrisvar sinnum lengra en ella vegna samningaþófs.

Við það að lesa stórmerka bók Max Hastings um Kóreustríðið kemur vel fram í henni, að eftir að Norður-Kóreumenn höfðu verið hársbreidd því að leggja allan skagann undir sig sumarið 1950, en óvænt tókust viðbrögð herafla undir merki Saneinuðu þjóðanna gegn árásinni svo vel að litlu munaði að her þeirra legði alla Norður-Kóreu undir sig. 

En þá gripu Kínverjar inn í og víglínan færðist um veturinn allt suður fyrir landamærin allt til Seoul, en á árinu 1951 varð niðurstaðan pattstaða í stöðu, sem var mjög nærri upphaflegri landamæralínu milli Suður- og Norður-Kóreu. 

Næstu tvö ár fóru síðan í hörmulegt framhald þessa stríðs sem að lokum endaði með vopnahléi, sem enn stendur án þess að tekist hafi að gera friðarsamninga. 

Því miður virðist svipað geta gerst í Úkraínu.  Og ekki bara það, mun erfiðara verður að stöðva stríðið í Úkraínu með sína flóknu skiptingu milli yfirráðasvæða.   

Í Kóreustríðinu tókst að afstýra því að kjarnorkuvopn yrðu notuð, og svipuð ógn vofir yfir nú. 


mbl.is Pútín „getur ekki unnið á vígvellinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband