Erfitt að stöðva notkun á hinum illskeyttu jarðsprengjum.

Af mörgum illskeyttum vopnum, sem menn hafa notað hið ítrasta hugvit til að smíða, eru jarðsprengjurnar, sem komið er fyrir í hinu ítrasta launsátri til þess að sprengja fólk, oftast blásaklaust, í tætlur þar sem þessi óféti liggja í leyni. 

Af þessum sökum hefur um áraraðir verið reynt að ná fram allsherjar banni við smíði og notkun þessara mannskæðu vígtóla, en ævinlega hafa verið ríki, sem ekki hafa viljað taka þátt í slíku eins og nýjustu dæmum hjá Rússum í Úkraínu sýna. 

Arum saman stóðu Bandaríkjum gegn því að samþykkja þetta bann, og ef rétt er munað, hefur ekki heyrst af breytingu hjá þeim í því efni. 

Ekki hefur heldur heyrst af því að þeir hafi beitt jarðsprengjum, sem er auðvitað aðalatriðið, en samt hefur andstaða þeirra við banni verið þyrnir í augum hjá mörgum. 

 


mbl.is Jarðsprengjusvæði í Úkraínu á stærð við Kambódíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband