Af hverju er ekki hægt að hafa almennilegan viðbúnað eftir nær snjólaust ár?

Þessa dagana er sungið fjálglega um þráðan jólasnjó í síbylju jólalaganna, sem dynja alls staða, enda nær liðið heilt ár, þar sem varla hefur komið korn úr lofti, og hefur snjólausasta tímabilið verið í haust. 

Og þá loksins kemur snjórinn, sem spáð er að verði yfir hátíðirnar. 

Og þá fer allt á hliðina í umferðarteppum og öngþveiti,og viðbrögð borgarinnar eru augljóslega langt frá því að vera boðleg, svo grútmáttlaus sem þau eru. 

Varla er hægt að kenna fjárskorti þegar varla hefur verið eytt krónu vegna snjómoksturs í næstumm heilt ár. 

Flogið hefur fyrir að tækjaskorti megi kenna um þetta, og er það hlálegt á landi, sem heitir Ísland. 

Og ekki er hægt að kenna því um, að snjórinn hafi komið óvænt; því hafði verið spáð með kappnógum fyrirvara. 


mbl.is Ófremdarástand á götum miðbæjarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland; eitt mesta veðurátakasvæði heims.

Eftir afar rólegt og langt haust með stillum og hlýindum allt fram í miðjan desember höfum við Íslendingar verið minntir rækilega á þá staðreynd, að landið liggur utan í víglínu mestu veðurátaka jarðar þegar komið er fram í skammdegið. 

Rétt suðvestan við Ísland er mesta lágþrýstisvæði heims í janúar, en skammt norðan landsins er næst hæsta háþrýstisvæði veraldar að meðaltali. 

Víglínan milli hinna gríðarlegu afla af hlýju og röku lofti lágþrýstisvæðisins annars vegar, og hins kalda lheimskautslofts hins vegar skapar einhver mestu veðurfarslegu átök heims, sem verða enn illskeyttari en ella vegna þess hve gífurlegur munur er á veðrinu í kringum frostmarkið. 

Við erum búin að sjá undanfarnar vikur og mánuði á veðurkortum í sjónvarpi teikningar af þessum "herjum" sem hafa tekist á í kringum landið, þar sem heiti loftmassinn yfir Evrópu hefur þrýst sér norður á við, en heimskautaloft háþrýstisvæðisins hefur tekið á móti úr norðri. 

Vikum saman höfum við sloppið að mestu við átökin, en í gærmorgun brast framsókn kalda loftsis á með fyrstu en ekki síðustu stórhríð og stórviðri vetrarins. 

Raka loftið hefur orði óvenju kalt og enginn veit hvað kuldakastið verður langt. 

Fíngerður snjórinn smýgur inn um minnstu rifur og kófið veldur því að ekki sést út úr augum. 

Þessi darraðardans minnir okkur líka á það, hve litlu má oft muna og stutt er á milli átakasvæðanna og það, að það er augljóslega hið mesta óráð að jarðarbúar séu að fikta við að breyta samsetningu lofhjúps jarðar. 

 


mbl.is Þegar hús fuku í heilu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband