Múrar aðskilnaðarstefnu hafa ekki gott orð á sér.

"Gorbatsjof, rífðu þennan múr niður" voru fleyg orð Ronalds Reagans í ræðu hans nálægt Berlínarmúrnum, skömmu fyrir fall múrsins. 

Múrinn var tákn ófrelsis og kúgunar sem vestrænar þjóðir gagnrýndu mjög. Yfirvöld í Austur-Þýskalandi afsökuðu byggingu hans með því, að hinu kommúniska þjóðfélagi í landinu myndi blæða út með sama áframhaldi fólksflótta úr landinu. 

Lungann úr síðustu öld ríkti aðskilnaðarstefna í Suður-Afríku. Fyrsta aðgerð Gandhis samkvæmt módelinu "borgaraleg óhlýðni" fólst í því að hann mótmælti aðskilnaði með því að vera án beitingu ofbeldis, staddur á landsvæði, þar sem hann mátti ekki vera, og var fjalægður með lögregluvaldi. Þrátt fyrir þá röksemd, að aðskilnaður kynþáttanna væri óumflýjanlegur, hrundi þessi aðskilnaður um síðir.  

Hundrað árum síðar sat andófsfólk gegn lagningu nýs Álftanesvegar í Gálgahrauni semkvæmt formúlunni um borgaralega óhlýðni og var fjarlægt og borið burt með lögregluvaldi. Í úrskurði dómara í málinu var viðurkennd tilvera borgaralegrar óhlýðni samkvæmt vestrænu réttarfari. 

Um alllangt skeið hefur staðið múr, sem Ísraelsmenn reistu til að tryggja aðskilnað Gyðinga og Palestinumanna, sem hefur verið þyrnir í augum mannréttindasamtaka. 

Frá valdatíma Donalds Trump 2017-2021, hefur verið byrjað á að reisa risavaxinn múr til að tryggja aðskilnað Bandaríkjamanna og fólks sem hefur sóst eftir að komast inn í Bandaríkin. 

Í viðtengdri frétt á mbl.is er greint frá slíkum múr við landamæri Arizonaríkis og Mexíkó, sem nú á að fara að rífa í kjölfar mótmæla. 

Enginn múr í sögunni jafnast þó enn á við Kínamúrinn, sem sést vel utan úr geimnum. 

Þótt ekki sé vitað nákvæmlega um ástæðurnar fyrir þeirri stórbrotnu framkvæmd, er þó ljóst, að ástæðurnar hafa verið eins konar aðskilnaðarviðleitni kínverskra valdhafa, beitingu valds, líkt og verið hefur um svo margar hliðstæður í árþúsunda sögu mannkyns, síðan þetta eitt af helstu undrum veraldar var reist. 

 


mbl.is Gámamúrinn verður fjarlægður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Óvenjuleg" stórviðri desembermánaðar ný sönnun fyrir kuldatrúarmenn?

Menn, sem afneita kenningum um hlýnun loftslags á jörðinni grípa nú á netinu fegins höndum hríðarhvellinn 16. desember og blása hann upp í einn alls herjar stórviðraham allan mánuðinn. 

Þrír óveðursdagar gilda nú sem sönnun um að loftslag fari ekki hlýnandi heldur jafnvel kólnandi.

Þeir fara létt með að sleppa því að 16. desember var óvenjulegur sem fyrsti dagurinn með alhvíta jörð í Reykjavík í allt haust! 

Og ekki síður það að þessi dagsetning á fyrsta snjódeginum var það óvenjulega í veðurfarinu síðan í fyrravetur.   

 


mbl.is „Ljóst að tjónið er mikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband