"Drungi í desember..."...og myrkrið er svo magnað..." Þetta verður að laga.

Reykjavík er nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi og skammdegið því lengst og mest hér. 

Fyrir nokkrum dögum var lýst eftir endurskinsmerkjunum, sem áður voru miklu algengari en nú, en það er bara önnur hlið málsins. 

Hin hliðin er hið hættulega myrkur sem léleg lýsing gatnakerfisins ber með sér. 

Hvað er verið að spara hjá þjóð, sem býr yfir meiri og ódýrari raforku en allar aðrar?

Hið minnsta, sem þyrfti að gera, er að láta rannsaka hvert ljósmagnið er, miðað við önnur lönd, og bregðast almennilega við niðurstöðvum hennar, áður en það kostar meiri vandræði og fleiri slys. 

 


mbl.is Niðamyrkur og börn í hættu við Melaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband