Þarf að minnast Vatnsþróarinnar og hafa Vatnsberann og hestinn við Hlemm.

Þeir sem muna eftir tímunum um miðja síðustu öld, muna margir eftir þeirri málvenju fólks sem bjó í næsta nágrenni við Hlemm, að nota örnefnið Vatnsþró um hann. 

Íbúar Rauðarárholtsins töluðu um það að "fara niður að Vatnsþró" löngu eftir tíma hennar. 

Örnefnið dró nafn sitt af því, að þarna var vatnsból, þar sem hægt var að brynna hestum og sækja sér vatn.  

Gaman væri, ef þarna væri hægt að reisa eftirlíkingu af Vatnsþrónni og finna þar stað fyrir styttu Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberans og styttunnar af klyfjahestunum forðum daga, sem þarna var iðulega brynnt.  

 


mbl.is Hlemmur mun gjörbreytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ár grænnar byltingar" gott mál, en hægt að finna betri stað fyrir formlegt upphaf.

"Ár grænnar iðnbyltingar" er þarft og lofsvert framtak.

Segja má að slík bylting hafi hafist hér á landi í mjög smáum stíl með fyrstu smávirkjuninni í Hafnarfirði, farið upp á næsta þrep með Elliðaárstöð og komist á skrið með Sogsvirkjununum. 

Orkusvinnslan sjálf í Sogsvirkjununum var sannanlega græn, en þó þurfti að færa fórn í formi eyðileggingar eins besta laxastofns landsins. 

Á móti þvi kom að vísu að slegiæ var rösklega á hvimleitt mýið við Sogið. 

Helliheiðarvirkjun er að visu stærsta jarðvarmavirkjun landsins og hefði hugsanlega getað orðið sjálfbær með endurnýjanlegum orkugjafa, en þá hefði hún þurft að vera mörgum sinnum minni í upphafi til þess að hægt væri að finna jafnvægi fyrir trygga og jafna orkunýtingu í samræmi við kenningu Ólafs Flóvenz og Guðna Axelssonar um það hvernig að skyldi fara, sem birtist í greinarflokki þeirra í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum. 

Forstjóri Landsvirkjunar minntist lítillega á þetta atriði við opnun Þeystareykjavirkjunar, en nú er farið að viðra stækkun hennar án þess að sjálfbærn sé nefnd.

Eins og er, er aðeins gert það það skilyrði fyrir gufuaflsnýtingu, að hún endist í 50 ár, en það stenst alls ekki meginkröfu um sjálfbæra nýtingu, sem til dæmis var atriði í Ríósáttmálanum 1992, sem Íslendingar og fleiri þjóðir undirrituðu. 

GPS mælingar hafa sýnt mikla lækkun lands á gufuaflsvirkjunarsvæðunum á Reykjanesskaga og hefur sjór gengið á land í Staðarhverfi vestan Grindavíkur. 

Þetta og þverrandi orka sýnir að þarna er notuð svonefnd "ágeng orkuvinnsla" sem er annað orð yfir rányrkju.  

 


mbl.is Grænni byltingu ýtt úr vör í Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband