"Útskiptanleg rafhlaða" nokkurra ára gömul tækni, sem er að útrýma öllu öðru.

Þegar sagt var frá tælensku rafknúnu léttbifhjólunum Gogoro hér á síðunni fyrir rúmum sex árum var þessi verksmiðja heilli byltingu á undan keppinautunum í öðrum löndum. Yamaha EMF

Örskömmu síðar voru skiptikassarnir, sem sjást á bak við Yamaha EMF hjólið, orðnir 757 á höfuðborgarsvæði höfuðborgarinnar Tæpei. 

Með snjallsímakerfi geta notendur þessara hjóla séð á augabragði hvernig hleðslustaðan er á þeim fjörtíu rafhlöðum, sem eru í hleðslu í skiptikössunum og rennt upp að kassanum.  

Búið er að tímamæla hve langan tíma það tekur að skipta út tómum hlöðum á hjólinu og setja hlaðnar í í staðinn: Innan við tíu sekúndur. 

Engin bensínstöð á möguleika að komast svo neitt nálægt svo stuttum orkugjafaskiptum. Léttfeti við Gullfoss

Tævanir hafa verið á undan öllum öðrum í þessari byltingu og Yamaha leitaði því til Gogoro um kaup á tæknilegri aðstoð. 

Í ársútgáfum þýska vélhjólablaðsins Motorrad og fleiri slíkum víða um lönd má sjá, að hin nýja tækni hefur sópað inn tugum nýrra hjóla með þessari tækni, og hafa kínversku hjólin Niu haft þar forystu, sem þó er sífellt meira ógnað, slíkar eru þessar framfarir. DSC09974

Gömlu rafknúnu hjólin eru að hverfa, og rafhjólinu Vespa Electrica er til dæmis fundið það til foráttu, að það sé úrelt að þessu leyti.

Super Soco, sem selt hefur nokkur hjól hér á landi, er nú byrjað að framleiða Super Soco CPX sem er líklegur arftaki Super Soco CUx og kemur hugsanlega í staðinn fyrir það. 

CUx hefur verið kallað hér á síðunni "besta landfarartækið", enda býður það fyrir 300 þús króna kaupverð upp á allt að 56 km/klst hámarkshraða og 130 kílómetra drægni, með möguleika á allt að 60 lítra farangursrými og skjól fyrir regni og vindi. 

CPX er stærra, hraðskreiðara og langdrægara, en verðið er líka hærra á því og öðrum öflugum hjólum sem koma nú hvert af öðru fram á sjónarsviðið og hafa 90 km/klst hámarkshraða og bæði miklu kraftmeiri rafhreyfla og stærri rafhlöður. 

SEAT með Volkswagen sem bakhjarl er meira að segja að blanda sér í slaginn með stórgóðu rafhjóli, SEAT Mo Escooter 125. . 


mbl.is Yamaha kynnir vespu með útskiptanlegri rafhlöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýni á varla við þegar lið er með farsótt. Labbi og Ingólfur voru góðir í den.

Þegar þannig er ástatt fyrir landsliði í handbolta, að ellefu menn verða úr leik á stórmóti, er grundvöllur fyrir harðri gagnrýni, eins og sjá mátti sums staðar á samfélagsmiðlum, varla fyrir hendi eftir að liðið hefur þó náð sjötta sæti og hárbreidd frá því að komast í undanúrslit. 

Lýsing landsliðsþjálfarans er sláandi, og í ljósi þess við var að etja dag frá degi er til dæmis út í hött að gagnrýna hann fyrir að hafa ekki tilbúið tvö jafnsterk lið til að að skipta út eftir þörfum. 

Þegar rætt er um fyrstu stórmótin, sem Íslendingar tóku þátt í fyrri hluta sjöunda áratugarins, er gaman að sjá viðtalið við Gunnlaug Hjálmarsson; "Labba" sem komst fyrstur Íslendinga í heimslið á stórmóti. 

Í því sambandi má minna á hinn stórkostlega leik, sem annar landsliðsmaður átti í því að skjóta sjálft silfurlið Svía í kaf. 

Landsliðsþjálfarinn hvíldi Ingólf í fyrsta leiknum í mótinu og notaði hann með nokkurs konar leynivopn gegn Svíum.   


mbl.is Neitaði dauðþreyttum fyrirliðanum um skiptingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Frelsi til" og "frelsi frá." Frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar.

Í ársbyrjun 1941 lýsti Roosevelt Bandaríkjanna yfir því, að hlutverk þjóðar hans skyldi vera að berjast fyrir fjórum tegundum af frelsi:

Skoðanafrelsi. 

Trúfrelsi. (Frelsi til tilbeiðslu).

Frelsi frá skorti. 

Frelsi frá ótta. 

Athygli vekur að þetta er orðað á tvennan hátt; frelsi til einhvers og frelsi frá einhverju.  

Mjög hefur verið rætt um frelsi varðandi sóttvarnaraðgerðir og er áhugavert að mæla þær samkvæmt þessum skilgreiningum á frelsi. 

I tilmælum stórverslana er fólk hvatt til að huga að því að stuðla sjálft sem minnst að smitunum, svo sem fjarlægð milli fólks og notkun grímu. 

Hvað grímuna varðar snýst notkun hennar ekki aðeins um frelsi til að hunsa sóttvarnaraðgerðir, því að sé það gert með þeim afleiðingum að smita aðra eru þessir "aðrir" sviptir frelsi sínu frá smitunum hvað grímuleysi varðar. 

Og eftir sem áður hlýtur að mega gera þá kröfu, að fólk hafi frelsi til að verja sig gegn smitunum, verja sig frá/fyrir farsóttinni.  

Hafa skal í huga ein af grunnsetningum þeirra hugsuða, sem voru frumkvöðlar frjálshyggjunnar, að frelsi eins endar þar em frelsi annars byrjar. 


mbl.is Bónus fylgir á eftir Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband