Kústurinn, lang hentugasta en samt gleymdasta tækið á bílastæðunum.

Nú eru komin nokkur ár síðan hér á síðunni var bent á það, hve miklu afkastameiri og hentugari venjulegur strákústur er við mokstur á snjó af bílum og samgöngumannvirkjun en öll önnur tæki, svo sem sköfur og jafnvel skóflur. DSC09960

Væri raunar furðulegt hve sjaldgæft er að sjá kústa nálæga þar sem þeir myndu gera mikið gagn. 

Samt er ekki að sjá að fólk hafi almennt áttað sig á þessu, og alger viðburður er að sjá þurrkur settar upp í loftið á bílum á veturna eins og almennt er gert á Norðurlöndunum.   

Alls kyns mótbárur eru færðar fram gegn kústunum, meðal annars þær, að hann komist ekki fyrir inni í bílum. DSC09965

Þetta er alger firra eins og sést á því að alla jafna er kústur síðuhafa hafður tiltækur inni í minnsta bíl, sem er í umferð á Íslandi og passar þetta líka ljómandi vel skorðaður langsum í bílnum, þótt hann hafi aðeins rými fyrir tvo í sæti, og lóðrétt afturrúða sé alveg við hnakkapúða sætanna. 

Kústurinn er svo handhægur, að mótbárur varðandi það að það sé of mikill snjór við bílana reynast vera hrein fjarstæða, eins og sést á því, að til þess að fá ekki snjó ofan í skóna, er langfljótlegast að sópa snjónum bara í burtu á þeim svæðum þar sem þarf að labba. 

Í dag var fyrr en varði búið að búa til auðar gönguleiðir í kringum bílana þrjá.  DSC09954

Ein mótbáran er að það sé óþægilegt að nota kústinn við að sópa ofan af þökum og vélarhlífum, en eins og sést af mynd af kústinum uppi á þaki Suzuki Alto, er skaftið nógu langt til þess að hægt er að ýta snjó af þakinu þvert yfir það og láta  hann detta ofan af bílnum hinum megin við hann. 

Ætla að skutla nokkrum ljósmyndum frá mokstri við þrjá bíla í dag, sem tók enga stund, en hefði verið margfalt seinlegra með íssköfum einum.  

Að sjálfsögðu er ísskafa af stærri gerðinni höfð við hendina ásamt kústinum, en oftast er hægt að skafa hrím af gluggum með því að snúa kústhausnum á hvolf.

Auðvitað hafa kústarnir sínar takmarkanir gagnvart mismunandi aðstæður, svo sem þegar moka þarf þungan snjó. 

Einn af kostum kústa er sá að þeir fara betur með bök bakveikra en skóflur. 

DSC09955 


Kórónaveiran verður áfram inni í heilbrigðiskerfinu.

Það eru að sönnu fólgin ákveðin tímamót í því hjá hverri þjóð þegar "aflétt verður öllum takmörkunum" vegna kórónaveirunnar eins og það er orðað, og að þessi farsótt verði sett í svipaðan flokk og "venjulegar umgangspestir". 

En alls staðar þar sem aflétting hinna sérstöku hamla er tilkynnt er það jafnfram látið fljóta með, að þessi nýja viðbót við viðfangsefni heilbrigðiskerfinu muni verða þar áfram sem eitt af þeim viðfangsefnum, sem krefjast meðferðar, svo sem hjartasjúkdómar, alzheimer, parkinson og ýmsir taugasjúkdómar, sem voru almenningi lítt kunnir fyrir nokkrum áratugum. 

Stóra ógnin, fjölónmæmissýklarnir og nýja ógnin, ópióðafíknin verða þarna áfram á þessu fyrirferðarmensta sviði ríkisútgjalda þjóðanna. 


mbl.is Sonur forsetahjónanna smitaður – afhendingu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband